Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 77
— 75 —
1952
faraldur gekk síðasta ársfjórðunginn,
þ. e. með og á eftir mislingunum. Tals-
vert var þá um fylgikvilla, eyrnabólgu,
bronchitis, andlegt og líkamlegt slen.
Kirkjubæjar. Með sumrinu barst i
liéraðið illkynjað kvef og' inflúenza,
sem reyndust með afbrigðum þrálátir
kvillar, þrátt fyrir ágætt tíðarfar. Mik-
ið bar á fylgikvillum, þar á meðal
eyrnabólgu i börnum. Lögðust þessar
pestir á eitt um að gera mönnum lífið
leitt. Aðrir sjúkdómar gerðu ekki telj-
andi usla. Þó sáust fáein tilfelli af
hlaupabólu og iðrakvefi. Voru þau
væg. Mun nú mörgum finnast mál til
komið, að visindin fari að vinna bug
á kvefinu.
Vikur. Kvefpest kom í héraðið upp
úr páskum svo heiftúðug, að ég freist-
aðist til að kalla hana inflúenzu. Fólk
lá dögum saman með háan hita, og
mikið var um otitis. Síðan kom aftur
kvef upp úr haustkauptíð og var við-
loða 3 síðustu mánuði ársins, einnig
versta pest.
Vestmannaeyja. Með meira móti.
Eyrarbakka. Mörg tilfelli mánaðar-
lega allt árið. Má telja líklegt, að
antibiotica hindri fylgikvilla.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. „ 1 „ „ „
Dánir 1 „ „ „ „
Ekkert tilfelli skráð á árinu og hef-
ur elcki verið 3 siðast liðin ár.
Vestmannaeyja. Heilsuverndarstöðin
framkvæmir nú reglulega bólusetningu
gegn veikinni, ásamt kikhósta og stif-
krampa, með „triimmunol“, jafnóðum
og börnin komast á legg'.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 3 5 4 4 1
Danir ,, ,, ,, „ „
Aðeins 1 tilfelli skráð, og lyktaði
þvi með dauða, en ekki kemur það
mannslát fram á dánarskýrslu sem
blóðsóttardauði.
Patreksfj. 5 ára drengur kom hér á
sjúkrahúsið. Virtist vera með blóð-
kreppusótt, var orðinn alveg uppþorn-
aður og næstum kominn með ileus
paralvticus. Þó að allt hugsanlegt væri
reynt, tókst ekki að halda lifinu i
honum.
5. Heilablástur
(encephalitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 5.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 1 7 10 9 8
Dánir 12 1,,,,
8 tilfelli eru skráð, þar af 7 i Reykja-
vík, en 1 i Keflavíkurhéraði. Engum
varð þó heilablástur að bana á ár-
inu.
Rvik. Enginn skráðra sjúklinga dó.
6. Barnsfararsótt
(febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 6.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 5 9 8 8 6
I-ánir „ „ „ „ 1
Með barnsfararsótt eru á farsóttar-
skrám taldar fram 6 konur í 4 Iséknis-
héruðum (Rvík 1, Sauðárkróks 1, Sel-
foss 1 og Keflavikur 3). Á ársyfirliti
um barnsfarir eru auk þess greind 3
tilfelli í jafnmörgum héruðum (Bol-
ungarvíkur, Þórshafnar og Bakkagerð-
is). Loks er i umsögnum lækna hér
á eftir getið a. m. k. 6 tilfella til við-
bótar, þar sem segir frá 6 konum með
barnsfararsótt á fæðingardeild Lands-
spítala og 1 í Kleppjárnsreykjahéraði.
Fæstum þessara tilfella mun þó vera
svo alvarlegt sóttarnafn gefandi, held-
ur hefur tíðast verið um að ræða
uokkra hitahækkun samfara barns-
burði eða eftir liann, er fljótlega hef-
ur látið undan hinum nýju ígerðar-
varnarlyfjum. Bolungarvikurtilfellið
var þó phlegmasia alba dolens, og 1
kona er talin dáin úr barnsfararsótt.
Er öll þessi skýrslugerð æði handa-
liófsleg, ýmist vantalið, ef geta ætti