Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 118
1952
116 —
fullorðinstennur 21, rótfylltar barna-
tennur 10, dregnar fullorðinstennur
34, dregnar barnatennur 75.
Grenivíkur (41). Heilsufar skóla-
barna gott. 11 með stækkaða kokeitla,
15 smáeitlar á hálsi, 4 nærsýn; tann-
skemmdir nokkuð áberandi. Nú sést
hvorki lús né nit á nokkru barni.
Breiðumýrar (76). Börnin yfirleitt
hraust. Engir óþrifakvillar. Hyper-
trophia tonsillaris 18, scapulae alatae
2, scoliosis 1. gr. 4, pes planus 1.
gr. 2.
Húsavíkur (226). Heilsufar gott.
Mikið um tannskemmdir. Nokkur börn
með liálseitlaauka og oft með roða i
hálsi. Lús ekki til utan Húsavíkur, en
þar eru nokkur heimili, þar sem hún
er viðloðandi. Reynt var að leiðbeina
fóllci um aflúsun, en það kom að litlu
gagni.
Þórshafnar (108). Börn eru hraust
hér um slóðir. Engu barni bönnuð
skólavist. Annað er að segja um þrifn-
aðinn. Nit fannst i hári 36,3% barna
(á Þórshöfn 43,3%, utan Þórshafnar
33,3%). Ég setti sjálfur spiritus penti-
cidi i höfuð hvers einasta barns i
Þórshafnarskóla, en utan Þórshafnar
sáu kennarar um þetta. Yar það end-
urtekið þrisvar á skólaárinu. Of
snemmt er enn að dæma um árangur,
en við skólaskoðun eftir áramótin
’52—’53 voru 38,3% barnanna á Þórs-
höfn með nit í hári. Það er fullorðna
fólkið á nokkrum heimilum, sem held-
ur þessu við; börn þessi smita svo
skólasystkini sín. Við þetta fullorðna
fólk hefur maður engin ráð, ef það
vill ekkert gera sjálft. Er þetta liður
í ahnennum sóðaskap umrædds fólks.
Adenitis colli: Þórshafnarskóli 28;
utan Þórshafnar 26. Strabismus 1,
myopia 2.
Vopnafj. (62). Tannskemmdir veru-
legar 23, litilfjörlegar tannskemmdir
17, lús eða nit 2, hypertrophia tonsil-
larum 5, 1. gr. 6, adenitis colli 1. gr. 7,
rachitidis sequelae 2, scoliosis 3,
lichen strophulus 1, strabismus con-
vergens 1. Holdafar lauslega áætlað:
Ágætt 19, gott 19, miðlungs 17, lak-
legt 7.
Bakkagerðis (38). Skólabörn yfir-
leitt hraust. Veruleg kokeitlastækkun
2. Væg beinkramareinkenni 2. Með
flatfót 2.
Nes (199). Börnin hraustleg og vel
hirt, að fáeinum undanskildum. Engir
alvarlegir sjúkdómar fundust við
skólaskoðun, nema hvað appendicitis
var greind í 1 barni. Tannskemmdir
mjög almennar og greinilega algengari
í Neskaupstað en í sveitum. Tannvið-
g'erðum fer fjölgandi, en betur má, ef
duga skal. Hypertrophia tonsillarum
62, adenitis 30, scoliosis 21 (flest væg
tilfelli), rachitiseinkenni skráð 23
(væg), pes planus 25 (þar af 4 á háu
stigi), myopia 12, strabismus 1, anae-
mia 2, morbus cordis congenitus 1,
poliomyelitidis sequelae 1, dystrophia
adiposogenitalis 1.
Búða (131). Mest ber á tannskemmd-
um. Lúsin loks á undanhaldi. Kokeitla
höfðu 19, eitlaþrota á hálsi 7, hrygg-
skekkjuvott 7. Börnin yfirleitt hraust-
leg.
Hafnar (121). Myocarditis 1. gr. 1,
asthma 2, beinkramareinkenni 7, kok-
eitlaauki 7, sjóngallar 2, hryggskekkja
3. Holdafar og þroski yfirleitt í góðu
lagi.
Kirkjubæjar (59). Skólabörn yfir-
leitt vel hraust, en eru þó flest með
skemmdir í tönnum, sem æskilegt
hefði verið að geta látið gera við.
Hvergi fundust óþrif á skólabörnum.
Víkur (114). Adenitis 57, hyper-
trophia tonsillaris 54.
Vestmannaeyja (583). Auk tann-
skemmda bar mest á bein- og banda-
sjúkdómum, svo sem hryggskekkju, og
voru 46 börn tekin til sérstakrar með-
ferðar þess vegna. Annars mátti heilsu-
far barnanna yfirleitt teljast ágætt.
Stórólfshvols (238). Ámetropia 6,
asthenopia 10, opthalmoplegia trau-
matica 1, asthma bronchiale 1, hernia
lineae albae 1, sequelae rachitidis 1,
pectus carinatus 1, pes planus 5,
scoliosis 9, pityriasis streptogenes 1;
nær 37% skólabarna höfðu stækkaða
kokeitla.
Eyrarbakka (155). Mikið ber á tann-
skemmdum. Óþrifakvillar nær alveg
horfnir.