Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 106
1952
— 104 —
þessi lyf í dunkum og flöskum með
sér að sunnan. Þessa dunka og flösk-
ur verður maður svo að fylla aftur
og aftur, eða fá ella yfir sig reiði og
kveinstafi sjúklingsins.
Reykhóla. Varð var við rachitis-
einkenni á 2 smábörnum, og er það
i fyrsta skipti, sem ég hef orðið þess
var hér. Börn hér fá flest lýsi á vetr-
um. Ég hef það á tilfinningunni, að
fæða hér sé fremur vitamínsnauð á
vetrum, þar eð nýmetisskortur er til-
finnanlegur; skammta þá oft töluvert
af vítamini.
Flateyjar. Fullorðinn maður hafði
skyrbjúg. Er imbecil. Batnaði við vita-
mingjöf.
Flateyrar. 5 sjúklingar með lausar,
blæðandi tennur o. fl. einkenni, er
bentu á skyrbjúg, allir úr Súganda-
firði, nema ein þýzk kona. 3 sjúkling-
ar með lifrarstækkun og ýinis ein-
kenni, er gátu bent til B-vitamin-
skorts, allir Súgfirðingar. Er sjómenn
byrjuðu síðast liðið vor á „skaki“,
kvörtuðu margir um handadofa, og
voru sumir svo bólgnir, að ekki mót-
aði fyrir hnúum. Ég skipti þeim i tvo
flokka: Þeir, sem bólgnir voru upp
fyrir úlnlið og höfðu þrautir og doða,
fengu 500 B-combin X 3 + 500 C-vit.
X 3 i. v., en hinir áburð: jodi 1, kalii
jodidi, campborae aa 5, vaselini ad 100.
Af vítamingjöfinni varð ágætur árang-
ur, en eftir 4—5 daga komu hinir
aftur og báðu um sprautur við þessu,
enda höfðu þeir frétt, að hinum brá
skjótt til hins betra. Auk þess hafa
sjúklingar, sem ráðlagt hefur verið
sérstakt mataræði, fengið vítamín-
gjafir einu sinni á ári.
Árnes. Hef ekki séð einkenni rachi-
tis. Börnum mun almennt vera gefið
lýsi. Hef ekki fundið objectiv ein-
kenni um B- og C-vítamínskort. Mörg-
um sjúklingum hef ég samt gefið þessi
vítamín við almennu sleni, og flestir
hafa talið sig hressast til stórra niuna.
Tel ég sennilegt, að hér sé hlutfalls-
lega mikið um B- og C-hypovitamin-
osis.
Hvammstanga. Enear greinilegar
avitaminoses. Vítaminlyf allmikið not-
uð sem fvrr. Flest eða öll börn, eldri
sem yngri, fá lýsi.
Ólafsfj. Ekki áberandi. Beinkramar
varð ekki vart.
Grenivíknr. Nokkuð hefur borið á
vöntun bætiefna, sérstaklega Bi og C.
Hef ég nokkuð gefið af C-vítamini
með járninu við blóðleysi, og virðist
mér þá sjúklingarnir hressast fyrr og
betur, og krökkum, sem eru framfara-
litlir og lystarlausir. Einnig reynist
mér vel að gefa dálítið af C-vitamíni.
Bi reynist oft vel við taugagigt. Séð
hef ég beinkramareinkenni á börnum,
þótt þau fái snemma lýsi.
Húsavíkur. Beinkröm algeng í börn-
um á 1. ári; þó er almennt gefið lýsi.
Mikil hjálp virðist vera af kalkgjöf,
þó að ekki sé það einhlitt. Talsvert
ber á alls kyns sleni og gigtarverkjum
i fólki, og batnar það greinilega við
vítamíngjafir.
Þórshafnar. Dálítið um hypovita-
minosis B og C, einkum seinna hluta
vetrar.
VopnafJ. Rachitis 1.
Nes. Vægur bætiefnaskortur virðist
algengur, einkum barna. Græðgi sjúk-
linga (einkum kvenfólks) í taumlaus-
ar vítamíninnsp' tingar er hin leiðasta
plága á héraðslæknum. Árangur slíkr-
ar meðferðar oft fjarri þvi að svara
kostnaði og fyrirhöfn.
Búða. 1 rachitistilfelli, vægt; auk
þess ber alltaf nokkuð á C-vítamín-
skorti, einkum á vorin.
Vestmannaeyja. Greinileg beinkröm
kom fram i 13 börnum.
16. Bronchiectasiae.
Siglufj. Stúlka, innan við tvítugt, var
ópereruð (lobectomia) úti í Kaup-
mannahöfn. Árangur vafasamur. Þegar
í barnaskóla bar mjög á brjóstþyngsl-
um, kvefsækni með hósta og oft blóð-
ugum uppgangi, og var hún árum
saman undir eftirliti, gegnlýst og sput-
um rannsakað, sem reyndist alltaf
neikvætt. Diagnosis fékkst með bron-
kografí. Var hún svo send til aðgerð-
ar, svo sem fyrr segir. Eftir reynslu
að dæma virðist hér vera um með-
fætt tilfelli að ræða.
17. Caries dentium.
Flateyjar. Talsverð brögð að á öll-
um aldri.