Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 104
1952
— 102 —
10. Apoplexia cerebri.
Kleppjárnsreykja. 2 tilfelli.
Patreksfj. Maður rösklega sextugur
dó úr apoplexia cerebri.
Árnes. 3 gamalmenni fengu apo-
plexia cerebri og dóu stuttu síðar.
Mikil hypertensio arteriarum hjá þeim
öllum.
Hólmavíkur. Haemorrhagia cerebri:
Dánarmein 88 ára gamallar konu.
Haemorrhagia subarachnoidalis: 23
ára stúlka ól barn 31. desember 1951.
Ekkert athugavert við heilsu hennar
á meðgöngutíma né fæðingu; 1. jan-
úar fékk hún krampakast og var með-
vitundarlitil næstu 3 sólarhringa. Fékk
lamanir, aphasi og önnur neurologisk
einkenni. Var mikið húin að ná sér,
er hún lézt skyndilega 22. janúar eftir
krampakast.
Hvammstanga. 54 ára kona fékk
heilablæðingu og dó tæpri viku siðar.
Komst aldrei fyllilega til meðvitund-
ar. Hafði um langt skeið haft mjög
háan blóðþrýsting.
Ólafsfj. 3 tilfelli og jafnmörg dauðs-
föll.
Grenivikur. 2 gamlar manneskjur
létust úr heilablæðingu á árinu.
Þórshafnar. Banamein eins gamal-
mennis.
Vopnafí. Haemorrhagia cerebri 1.
Djúpavogs. 2 tilfelli, hvorugt fatalt.
Annar, karlmaður um sjötugt, náði sér
fljótt, en hinn, maður um áttrætt, ligg-
ur enn, mikið til máttlaus á hægri
hlið.
11. Appendicitis.
Rvík. 4 dóu úr botnlangabólgu, allt
konur, 84, 51, 4 og 2 ára gamlar.
Hafnarfj. 9 sjúklingar voru skornir
á sjúkrahúsinu vegna bráðrar botn-
langabólgu og 33 skornir á milli kasta.
Þetta kann að þykja há tala í hlutfalli
við fjölda sjúklinganna á sjúkrahús-
inu, sem voru 402 alls. En mér þykir
sennilegt, að þessi tala sé ekki óeðli-
lega há, þegar telcið er tillit til mann-
fjölda héraðsins og þess, að nokkrir
sjúklinganna voru utan héraðs. Eng-
inn dó í héraðinu af völdum þessa
sjúkdóms.
Kleppjárnsreykja. Appendicitis
acuta 18.
ólafsvíkur. 2 tilfelli.
Báðardals. 3 sjúklingar. Skornir upp
á Landsspítalanum, og reyndust 2
með sprunginn botnlanga. Ekkert
mannslát.
Reykhóla. 1 tilfelli á árinu, 22 ára
stúlka með appendicitis acuta. Skorin
í Reykjavík.
Flateyjar. 1 tilfelli á árinu, karlmað-
ur. Skorinn upp í Reykjavik 2 mán-
uðum eftir kast.
Patreksfj. Fer vaxandi, sérstaklega
sums staðar í héraðinu. Er oft svo,
að þó að ég ópereri á 1. sólarhring
eftir að einkenna verður vart og í
fyrsta kasti, þá kem ég inn á sprung-
inn eða rétt ósprunginn appendix.
Þingeyrar. Appendicitis acuta 6.
Flateyrar. Hef ekki séð neitt tilfelli
á þessu ári, en oft sóttur ve'gna botn-
langakasta, að því er talið var.
Súðavíkur. 2 sjúklingar sendir til
uppskurðar til ísafjarðar.
Árnes. 2 dögum áður en ég kom i
héraðið, var 29 ára karlmaður sóttur
i flugvél og lagður inn á Landsspit-
alann með appendicitis perforativa.
Lá þar 6 vikur, og nokkrum mánuð-
um síðar var gerð appendectomia með
góðum árangri.
Hvammstanga. 12 sjúklingar, skorn-
ir upp hér í skýlinu.
Blönduós. Hefur verið með mein-
lausara móti, en teknir voru þó 27
botnlangar. Fólk hér vill yfirleitt losna
við sína botnlanga, sem valda óþæg-
indum, og er það i raun og veru ágætt,
einkum þar sem langt er til læknis.
Grenivíkur. 2 tilfelli, annað þó vafa-
samt. Tekinn var botnlanginn úr öðr-
um sjúklingnum á sjúkrahúsi Akur-
eyrar.
Breiðumýrar. 6 tilfelli á árinu. 3
sjúklinganna skornir upp í kasti á
Húsavik, og hinir allir sendir til að-
gerðar, þegar þeir höfðu náð sér eftir
kastið.
Húsavíkur. Tiður sjúkdómur hér. 13
skornir upp á sjúkrahúsinu, þar af 5
perforeraðir. Tel ég merkilegt, hve
botnlangabólga er mismunandi algeng
eftir héruðum. Til samanburðar við
Húsavik má geta þess, að á árunum
1948 til 1950 fékk ég aðeins 1 botn-
langabólgutilfelli í Neshéraði.
A