Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 62
1952
60 —
Rvík.1) Hagur almennings mun hafa
farið heldur batnandi á árinu. Gnægð
var af flestum vörum i verzlunum, og
kaupgeta fólks virtist fara vaxandi.
Dýrtíð jókst nokkuð, en miklu minna
en undanfarin ár. Verkföll hófust 1.
desember og urðu mjög viðtæk. Stóðu
þau fram til 20. desember og höfðu
að sjálfsögðu lamandi áhrif á allt at-
hafnalíf i jólamánuðinum. í Reykjavík
var atvinnuleysi mest i febrúar, 669
skráðir atvinnulausir (418 i febrúar
1951), aðallega vegna ótíðar og snjó-
þyngsla i ársbyrjun, sem hömluðu
ýmsum framkvæmdum til lands og
sjávar. Minnst var atvinnuleysi í nóv-
ember, 17 skráðir (22 í ágúst 1951).
Hafnarlj. Afkoma fólks varla yfir
meðallag. Verkfallið, sem stóð því nær
allan desembermánuð, gerði sitt til að
rýra hag allra þeirra, sem í þvi voru,
en kjarabætur þær, sem af því leiddu,
heyra til yfirstandandi ári.
Akranes. Árferði var i meðallagi,
bæði til lands og sjávar. Ekki hefur
borið á atvinnuleysi venju fremur, og
efnahagur og atvinna fólks virðist
svipað og verið hefur.
Kleppjárnsreykja. Afkoma manna
góð.
Borgarnes. Afkoma góð við land-
búnað, aum við sjávarútveg.
Ólafsvíkur. Afkoma má teljast ekki
óviðunandi.
Búðardals. Afkoma manna sæmileg
og heldur batnandi.
Reykhóla. Árferði fremur slæmt,
vorið kalt og grasspretta léleg. Upp-
skera garðávaxta langt neðan við með-
allag. Má segja, að afkoma fólks hér í
héraði, sem flest er bændafólk og
styðst þvi eingöngu við landbúnað,
hafi verið verri í ár en mörg undan-
farin ár.
Flateyjar. Afkoma bænda getur tal-
izt góð, en afkoma þorpsbúa aftur á
móti slæm, sérstaklega af þvi að verka-
fólk fékk kaup sitt treglega greitt
vegna taprekstrar útgerðarinnar.
Þingeyrar. Afkoma fólks góð.
1) Ársskýrslur (yflrlitsskýrslur) hafa ekki
borizt úr eftlrtöldum héruðum: Stykkishólms,
Eskifj., Stóróifshvols, Selfoss, Hveragerðis og
Laugarás.
Flateyrar. Framan af vetri var hér
slæm afkoma, og hreppurinn þurfti
að ábyrgjast kolakaup o. fl. fyrir fólk,
en undir eins með vorinu jókst at-
vinna i sjávarþorpunum.
Bolungarvíkur. Búskapur gekk vel,
en útgerð likt og í fyrra, nema hvað
síklveiðin var enn lélegri.
ísafj. Afkoma manna betri en á
næstliðnu ári, en þó fremur léleg.
Súðavíkur. Afkoma bænda sæmileg.
Atvinna í landi rýr. Bætti þó mikið
úr sumaratvinna við úrskeljun kúfisks,
sem frystur var til útflutnings.
Árnes. Atvinna verkafólks var með
minnsta móti, þar sem engin síld barst
á land á Djúpavík og sildarverksmiðj-
an við Ingólfsfjörð var ekki starfrækt.
Atvinnuleysi var þó ekki um sumar-
tímann og afkoma flestra sæmileg. Fá-
einar fjölskyldur munu þó búa við
þröng kjör.
Hólmavíkur. Yfirleitt má segja, að
afkoma manna hafi verið léleg, bæði
til sjávar og sveita.
Hvammstanga. Hagur bænda, þrátt
fyrir allt, mjög sæmilegur almennt, en
misjafn.
Blönduós. Árferði slæmt. í Höfða-
kaupstað lélegur fiskafli og engin síld,
enda afkoma fólks slæm.
Sauðárkróks. Afkoma bænda mun
vera sæmileg, og fjölga þeir nú ört
sauðfé sínu. Framan af árinu var lítið
um atvinnu á Sauðárkróki, en jókst
mjög, eftir að framkvæmdir byrjuðu
við hitaveituna.
Hofsós. Almenn afkoma undir með-
allagi.
Siglufj. Árið 1952 má telja 8. árið í
röð, sem sildveiði bregzt. Afleiðing
varð sú, að tugir og sennilega nokkur
hundruð manna, bæði karlar og kon-
ur, leituðu sér atvinnu annars staðar
og þá sérstaklega á Keflavikurflugvelli
og við Sogsvirkjunina. Þó má telja, að
atvinna á Siglufirði hafi vaxið nokk-
uð á umræddu ári vegna kaupa bæj-
arins á togaranum Hafliða, sem rekinn
var ásamt togaranum Elliða að mestu
leyti allt árið. Skapaðist við rekstur
þessara tveggja togara allmikil atvinna
fyrir siglfirzka sjómenn og enn frem-
ur fyrir landvinnufólk við hraðfryst-
ingu og lítils háttar herzlu fisks, sem