Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Blaðsíða 74
1959
72 —
og allsvæsnar, enda þótt þær væru
ekki fjölbreytilegar, slys fleiri og alvar-
legri en áður og meira um hvers kyns
sjúkdóma.
Ólafs/J. Heilsufar ekki sem bezt, og
var mest um að kenna tveimur in-
flúenzufaröldrum.
Akureyrar. Heilsufar mjög slæmt
fyrstu 5 mánuði ársins og í lakara
lagi 2 síðustu mánuðina.
Grenivikur. Heilsufar með lakara
móti.
Breiðumýrar. Heilsufar i betra lagi
á árinu.
Kópaskers. Heilsufar sæmilegt allt
árið.
SeyðisfJ. Heilsufar verður að teljasl
í lakara lagi.
Nes. Mjög kvillasamt ár.
Kirkjubæjar. Almennt heilsufar í
héraðinu mun hafa verið i góðu meðal-
lagi.
Víkur. Heilsufar allmiklu verra en
árið áður, sem var líka óvenjugott.
Vestmannaeyja. Heilsufar mun hafa
verið með lakara móti á árinu vegna
farsótta, mislinga og inflúenzu.
Hvols. Kvillasamt fyrstu 5—6 mán-
uði ársins.
Hafnarfj. Heilsufar mátti heita sæmi-
legt að undanteknu því, að 3 far-
sóttir, sem töluvert kvað að, gengu
á árinu.
Kópavogs. Heilsufar yfirleitt gott.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
1955 1956 1957 1958 1959
Sjúkl. 10065 10425 8313 8883 12035
Dánir 1 2 1 „ 1
Fleiri tilfelli skráð á árinu en
nokkru sinni eftir 1930. í sumum
héruðum er veikin talin hafa verið
með illvígara móti, en aðeins eitt
mannslát er skráð af völdum hennar.
Akranes. Verður talsvert vart allt ár-
ið og suma mánuði allmikið.
PatreksfJ. Algeng, en ekki um neinn
faraldur að ræða.
Flateyrar. Enginn faraldur, en dreifð
tilfelli allt árið, flest væg.
Hvammstanga. Mjög algeng allt árið
með hámarlc í marz og október, væg
í flestum og fylgikvillalítil.
Blönduós. Stakk sér niður alla mán-
uði ársins og var alls skráð 68 sinn-
um, en vitanlega koma þar ekki öll
kurl til grafar. Hún var mest áberandi
fyrstu mánuði ársins og öllu algeng-
ari á unglingum og fullorðnu fólki en
á börnum. Ekki er hægt að segja, að
hún hafi verið illkynjuð.
Hofsós. Miklu tíðari nú en áður.
Gekk sem farsótt sumarmánuðina og
fram á haust. Mörg tilfelli þung. Hjá
tveim unglingum varð vart við sublin-
gualt ödem með miklum verkjum und-
ir tungu, bólgu undir höku, háum og
langdregnum hita og trismus. Lagaðist
í báðum tilfellunum á viku við pen-
silíngjöf.
ÓlafsfJ. Varð vart í öllum mánuðum
ársins, flest tilfelli í júni, ágúst og
desember.
Akureyrar. Gerði töluvert vart við
sig allt árið og mörg fremur slæm til-
felli þrjá síðustu mánuði ársins.
Grenivíkur. Kom fyrir alla mánuði
ársins, en mest var um hana í júli og
ágústmánuði. Ekki illkynjuð.
Breiðumýrar. Fáein tilfelli skráð í
hverjum mánuði. Aldrei neinn farald-
ur. Einu sinni skorið i abscessus
retrotonsillaris.
Húsavíkur. Talsvert var um háls-
bólgu flesta mánuði ársins.
Kópaskers. Gerði vart við sig flesta
mánuði ársins, flest tilfelli í ágúst og
september samfara kveffaraldri.
Þórshafnar. Stakk sér niður flesta
mánuði ársins. Flest tilfelli í april og
október.
SeyðisfJ. Gerði með minna móti vart
við sig.
Nes. Mest áberandi yfir sumarmán-
uðina og mikið um óvenjuillvíg og
þrálát tilfelli, sérkennilega resistent
gegn antibiotica.
EskifJ. Viðloðandi allt árið. Aldrei
slæmur faraldur.
Víkur. Dreifð á alla mánuði ársins.
Vestmannaeyja. Mest bar á veikinni
síðara hluta sumars, aðallega i ágúst-
mánuði.