Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 222
1959
— 220 —
Svar: Ég tel mig hafa komið til S.
sem vitundarvottur en ekki sem lækn-
ir, og mér var ekki tilkynnt neitt
sérstakt um heilsufarsástand hennar
í sambandi við þessa athöfn.
Nr. 54. Var vitnið beðið að athuga,
hvort það teldi S. hæfa til arfleiðslu-
skrárgerðar?
Svar: Þess minnist ég ekki.
Nr. 55. Til hvers leiðir það venju-
lega um dómgreind og andlega hæfi-
leika gamalmennis, ef það fær heila-
æðastíflu?
Svar: Þessu er erfitt að svara á full-
nægjandi hátt, og fer allt eftir því,
hvar stíflan er í heilanum og yfir hve
stór svæði hún nær, það er að segja
hve stórt svæði slagæðin nærir.
Nr. 56. Til hvers leiðir slikt, ef það
kemur oft fyrir?
Svar: Ef átt er við endurteknar
heilaæðastiflur, er líklegt, að viðkom-
andi persóna hljóti að láta á sjá bæði
líkamlega og andlega.
Nr. 57. Er líklegt, að gamalmenni á
níræðisaldri, er oft hefur fengið heila-
æðastiflu, sé andlega heilt og með ó-
skertri dómgreind?
Svar: Það er almennt séð óliklegt,
ef um stórar æðastíflur er að ræða.
Nr. 58. Getur vitnið gert sér fulla
læknisfræðilega grein fyrir andlegu
ástandi manns með því að horfa á
látbragð hans og limaburð og með því
að rabba lítils háttar við hann um
daginn og veginn og án þess að gera
á honum læknisfræðilega skoðun?
Svar: Það er auðvitað ekki hægt að
skrifa fullkomið læknisvottorð nema
með því að gera læknisfræðilega skoð-
un, en það má þó gera sér grein fyrir
almennu ástandi og almennri dóm-
greind þeirrar persónu, sem maður er
i sömu stofu með í a. m. k. klukku-
tíma. Vitnið tekur fram í sambandi
við bókun þess hér, að til þess að al-
menn læknisfræðileg skoðun á sjúkl-
ingi sé viðunandi, þurfi að gera al-
menna likamlega og andlega rannsókn
ásamt þeim öðrum rannsóknum, sem
skoðunin gefur tilefni til, að fram-
kvæmdar séu. Að gefnu tilefni frá
Gunnari A. Pálssyni tekur vitnið fram,
að til þess að gera sér glögga grein
fyrir andlegu og likamlegu ástandi
sjúklings, þurfi læknir að framkvæma
venjulega skoðun.
Nr. 59. Gerði vitnið slíka skoðun
á S?
Svar: Nei.
Nr. 60. Hvað á vandvirkur læknir
að gera til þess að staðreyna, hvort
gamalmenni á niræðisaldri, er oft
hefur fengið heilaæðastíflu, er með
skerta eða óskerta dómgreind?
Svar: Vandvirkur læknir skoðar
auðvitað sjúklinginn á sem nákvæm-
astan hátt til að gera sér grein fyrir
andlegu og líkamlegu ástandi hans.
Nr. 61. Skoðaði vitnið S. á slikan
hátt?
Svar: Eins og áður er tekið fram,
framkvæmdi ég enga skoðun á henni.
Nr. 62. Telur vitnið athugun sina á
S. hafa fullnægt kröfum læknisfræð-
innar, er segja skal til um andlegt á-
stand manns?
Svar: Þessu svara ég neitandi, þar
eð ég framkvæmdi ekki almenna lækn-
isfræðilega skoðun.
Nr. 63. Telur vitnið umsögn sína
um S. reista á nægilegri læknisfræði-
legri athugun, til þess að læknisfræðin
geti viðurkennt hana áreiðanlega og
trausta?
Svar: Eins og vottorð mitt ber með
sér á rskj. nr. 23, þá hef ég aðeins
gert grein fyrir, hvernig S. kom mér
fyrir sjónir umrætt kvöld í gegnum
umræður sinar og viðbrögð til við-
burða, sem þar gerðust, og er þar því
ekki um neina almenna læknisfræði-
lega rannsókn að ræða.
Að gefnu tilefni frá Gunnari A. Páls-
syni tekur vitnið fram, að það muni
nú ekki efni viðræðna þeirra, sem
fram fóru á heimili S., frekar en áður
er lýst.
Nr. 64. Telur vitnið umsögn sína um
andlegt ástand S. traustari en umsögn
góðs og greinds leikmanns, þegar þess
er gætt, að vitnið rannsakaði hana
ekki læknisfræðilega?
Svar: Ætla má, að læknir, sem heÞ
ur mikið með sjúklinga að gera, hafi
að öðru jöfnu meiri æfingu að meta
andlegt og líkamlegt ástand sjúklings
með almennu viðtali en leikmaður.
Nr. 65. Telur vitnið lýsingu sína a
S. i vottorðinu á rskj. 23 um ástand
—J