Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 174

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 174
1959 — 172 — krabba, önnur í sömu sýslu fékk sömu meðul sem hin og svo við opnum brjóstkrabba í fyrravetur“. Árið 1824 segir svo undir sama kaflaheiti: .. þriðja var kvenmaður 53 ára, með krabbamein í vinstra brjóstinu, leitaði eigi heldur fyrri lækningar en meinið var orðið fullvaxið og aldeilis ólæknandi, svo þau hér þekktu brúk- anlegustu meðul megnuðu ekkert, og konan dó (sem gjarnast skeður í þess- um sjúkdómi) af meininu“. Síðar stendur sama ár, og er þar vafalaust átt við sömu konu: „Gunnhildur Bjarnadóttir, 53 ára, Þrasastöðum í Stiflu. í fyrra, 8 vikur af sumri, ber í vinstra brjósti ofan og utan við geirvörtu, litið stærra en krækiber. í vor orðið á við snældusnúð, nú orðið á stærð við kvenmannshnefa og rót- in hörð, tvö þykkildi, annað út að holhönd. Diagn.: Cancer & scirrhus mammae“. Og loks árið 1827 segir enn undir kaflaheitinu Phymata: „... kvinnurnar, vonda þrymla í brjóstum, ein æxli stórt af ...“, (ekki stendur fleira i skrifum hans í þessum kaflai. Eins og sjá má af dagbókum Jóns Jónssonar og á undan er sagt, beitir hann aðeins meðulum við sjúkdómi þessum, en minnist ekkert á neinar aðgerðir við honum. Einnig eru til í Þjóðskjalasafni dag- bækur Ara læknis Arasonar (1763 eða 1764—1840, sjá Læknatal), en hann var árið 1802 skipaður fjórðungslækn- ir í Norðlendingafjórðungi. Eru i dag- bókum þessum taldir allmargir sjúk- lingar, sem til hans komu til lækn- inga, en hvergi er þar að finna upp- lýsingar um, að neinn þeirra hafi haft krabbamein í brjósti. í inngangi Læknatals, bls. 54, seg- ir svo: „Jón garðyrkjumaður Jónsson Bergsted i Efra-Asi í Hjaltadal (um 1792— ). Hefur látið eftir sig dag- bók um lækningaiðkanir sínar í Húna- vatnssýslu 1828—1838 (ÍB 644, 8vo)“. Jón Bergsted hefur um tíma dvalizt á Kornsá i Vatnsdal, er þar talinn á manntali árin 1833—1835 a. m. k. Dagbók þessi er merkileg að ýmsu leyti. Er þar getið mikils fjölda sjúk- linga, er til hans leita þessi ár, og ritar hann hvert sinn nafn, aldur og heimili, hvaða sjúkdóm um sé að ræða og hver lyf hann gefi. Virðist hann hafa haft allmikinn forða af lyfjum, og bera skrif hans með sér, að nokkra latínukunnáttu hefur hann haft. Alls hef ég fundið í bókinni upp- lýsingar um 19 konur með brjóstmein eða ígerðir, þar af 7 eftir fæðingu. Einnar konu er getið, sem fær krabba- mein i brjóst, og er lýsing Bergsteds á þessa leið (nóvember 1833): „Þorbjörg Ögmundsdóttir, 54 ára, bóndakona á Klömbrum. Á næstliðnu vori formerkti kona þessi lítinn þrymil á baunarstærð, svo sem 2 þumlunga út frá brjóstvörtunni í hennar hægra brjósti, sem smátt og lítið fór vaxandi, en þó án verkja. Þann 20. júli var þar við lagður Empl. Cicutæ, sem þar við hefur síðan legið, en þó hefur áminnztur þrymill vaxið, svo að hann er nú það stór, sem fylgjandi form sýnir. Líka aukast verkjarstingir, sem eru því sárari, sem kona þessi er hjartveik. Fyrir 10 eða 12 árum fæddi kona þessi síðast barn og hefur þess getið, að hún hafi þá fengið mikla bólgu í brjóstin, en ekki þá getað not- ið neinnar læknishjálpar. Alltíð hefur kona þessi haft sinar mánaða tíðir í frekara lagi, jafnvel þó á þessu ári þær hafi haldið uppi. — Til chirurgus E. Jónsson“ (þ. e. fjórðungslæknir Eggert Johnsen á Akureyri). 15. des. 1833, sama kona (þá flutt að Þóreyjarnúpi). „Með þrymil í brjóstinu, sem alltjafnt fer vaxandi, var lika hjartvcik og hefur oftar bág- ar daglegar hægðir“ (fær þá ýmis meðul). 17. febr. 1834 er enn ritað um sömu konu, hefst lýsing á sama hátt og of- an er ritað, en siðan heldur áfram á þessa leið: „Þegar verkir fóru að koma, var þar við lagður Empl. Meliloti, er við þá nálægt mánaðartima, þá var þar við lagður Empl. Cicutæ, er sum- um hefur vel hjálpað. Þetta var i júli snemma, en jafnvel þó þessi og fleiri brúkaðir væru, fór samt þrymillinn vaxandi með verkjarstingjum, svo þá ég í miðjum desember skoðaði hann, var hann orðinn nær því sem kriuegg og fór þá óðum að vaxa með rífandi verk með köflum, er lagði inn til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.