Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Blaðsíða 174
1959
— 172 —
krabba, önnur í sömu sýslu fékk sömu
meðul sem hin og svo við opnum
brjóstkrabba í fyrravetur“. Árið 1824
segir svo undir sama kaflaheiti:
.. þriðja var kvenmaður 53 ára,
með krabbamein í vinstra brjóstinu,
leitaði eigi heldur fyrri lækningar en
meinið var orðið fullvaxið og aldeilis
ólæknandi, svo þau hér þekktu brúk-
anlegustu meðul megnuðu ekkert, og
konan dó (sem gjarnast skeður í þess-
um sjúkdómi) af meininu“. Síðar
stendur sama ár, og er þar vafalaust
átt við sömu konu: „Gunnhildur
Bjarnadóttir, 53 ára, Þrasastöðum í
Stiflu. í fyrra, 8 vikur af sumri, ber
í vinstra brjósti ofan og utan við
geirvörtu, litið stærra en krækiber. í
vor orðið á við snældusnúð, nú orðið
á stærð við kvenmannshnefa og rót-
in hörð, tvö þykkildi, annað út að
holhönd. Diagn.: Cancer & scirrhus
mammae“. Og loks árið 1827 segir enn
undir kaflaheitinu Phymata: „...
kvinnurnar, vonda þrymla í brjóstum,
ein æxli stórt af ...“, (ekki stendur
fleira i skrifum hans í þessum kaflai.
Eins og sjá má af dagbókum Jóns
Jónssonar og á undan er sagt, beitir
hann aðeins meðulum við sjúkdómi
þessum, en minnist ekkert á neinar
aðgerðir við honum.
Einnig eru til í Þjóðskjalasafni dag-
bækur Ara læknis Arasonar (1763 eða
1764—1840, sjá Læknatal), en hann
var árið 1802 skipaður fjórðungslækn-
ir í Norðlendingafjórðungi. Eru i dag-
bókum þessum taldir allmargir sjúk-
lingar, sem til hans komu til lækn-
inga, en hvergi er þar að finna upp-
lýsingar um, að neinn þeirra hafi haft
krabbamein í brjósti.
í inngangi Læknatals, bls. 54, seg-
ir svo: „Jón garðyrkjumaður Jónsson
Bergsted i Efra-Asi í Hjaltadal (um
1792— ). Hefur látið eftir sig dag-
bók um lækningaiðkanir sínar í Húna-
vatnssýslu 1828—1838 (ÍB 644, 8vo)“.
Jón Bergsted hefur um tíma dvalizt
á Kornsá i Vatnsdal, er þar talinn á
manntali árin 1833—1835 a. m. k.
Dagbók þessi er merkileg að ýmsu
leyti. Er þar getið mikils fjölda sjúk-
linga, er til hans leita þessi ár, og
ritar hann hvert sinn nafn, aldur og
heimili, hvaða sjúkdóm um sé að ræða
og hver lyf hann gefi. Virðist hann
hafa haft allmikinn forða af lyfjum,
og bera skrif hans með sér, að nokkra
latínukunnáttu hefur hann haft.
Alls hef ég fundið í bókinni upp-
lýsingar um 19 konur með brjóstmein
eða ígerðir, þar af 7 eftir fæðingu.
Einnar konu er getið, sem fær krabba-
mein i brjóst, og er lýsing Bergsteds
á þessa leið (nóvember 1833):
„Þorbjörg Ögmundsdóttir, 54 ára,
bóndakona á Klömbrum. Á næstliðnu
vori formerkti kona þessi lítinn þrymil
á baunarstærð, svo sem 2 þumlunga
út frá brjóstvörtunni í hennar hægra
brjósti, sem smátt og lítið fór vaxandi,
en þó án verkja. Þann 20. júli var
þar við lagður Empl. Cicutæ, sem þar
við hefur síðan legið, en þó hefur
áminnztur þrymill vaxið, svo að hann
er nú það stór, sem fylgjandi form
sýnir. Líka aukast verkjarstingir, sem
eru því sárari, sem kona þessi er
hjartveik. Fyrir 10 eða 12 árum fæddi
kona þessi síðast barn og hefur þess
getið, að hún hafi þá fengið mikla
bólgu í brjóstin, en ekki þá getað not-
ið neinnar læknishjálpar. Alltíð hefur
kona þessi haft sinar mánaða tíðir í
frekara lagi, jafnvel þó á þessu ári
þær hafi haldið uppi. — Til chirurgus
E. Jónsson“ (þ. e. fjórðungslæknir
Eggert Johnsen á Akureyri).
15. des. 1833, sama kona (þá flutt
að Þóreyjarnúpi). „Með þrymil í
brjóstinu, sem alltjafnt fer vaxandi,
var lika hjartvcik og hefur oftar bág-
ar daglegar hægðir“ (fær þá ýmis
meðul).
17. febr. 1834 er enn ritað um sömu
konu, hefst lýsing á sama hátt og of-
an er ritað, en siðan heldur áfram á
þessa leið: „Þegar verkir fóru að koma,
var þar við lagður Empl. Meliloti, er
við þá nálægt mánaðartima, þá var
þar við lagður Empl. Cicutæ, er sum-
um hefur vel hjálpað. Þetta var i júli
snemma, en jafnvel þó þessi og fleiri
brúkaðir væru, fór samt þrymillinn
vaxandi með verkjarstingjum, svo þá
ég í miðjum desember skoðaði hann,
var hann orðinn nær því sem kriuegg
og fór þá óðum að vaxa með rífandi
verk með köflum, er lagði inn til