Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 90

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 90
1959 88 — skráðir 21 berklasjúklingur, þegar ég kom í héraðið 1934. Hofsós. Tveir sjúklingar eru skráðir í fyrsta sinn á árinu. Karlmaður, 41 árs, á Hofsósi fékk væga haemoptysis og gekk þess vegna undir rannsókn. Reyndist með berklasár (caverna) í öðru lunga. Var sendur á Kristnes- hæli og hefur ekki komið heim síðan. Kona hans og fóstursonur voru nei- kvæð við berklapróf, er hann fór, en voru jákvæð, er prófið var endurtekið síðar. Hvorugt hefur veikzt. Starfs- stúlka á Hólum i Hjaltadal veiktist af þrimlasótt í sambandi við berkla- smit. Var 'send á Iíristneshæli og dvaldist þar í 4 mánuði. Virðist al- bata. Með síðarnefndu tilfelli hófst allsögulegur berklafaraldur á Hólum i Hjaltadal og þar með víðtæk berkla- rannsókn, og skal sú saga hér rakin, að svo miklu leyti sem hún gerðist innan héraðsins og á mínum vegum. Hinn 1. febrúar kom til mín áðurnefnd starfsstúlka með einkennum um þrimlasótt. Reyndist hún jákvæð í fyrsta sinn við berklapróf, en síðast hafði hún verið berklaprófuð haustið 1957 og reynzt neikvæð. Hún hafði ekki mætt við skólaskoðun 1958, þar sem hún hóf ekki starf sitt, fyrr en cftir að skólaskoðun fór fram. Þegar ég hafði rannsakað sjúkdóm hennar, eftir því sem föng voru á, sendi ég hana á Kristneshæli. Bráðlega eftir að yfirlæknir Kristneshælis hafði stað- fest greiningu mína, hóf ég leit að smitbera í umhverfi stúlkunnar. Hinn 16. febrúar setti ég berklapróf á allt það fólk á Hólum, sem ekki hafði örugglega reynzt jákvætt áður, og sömuleiðis á vandafólk stúlkunnar og umhverfi þess. Var það Pirquet-próf. Hinn 18. febrúar endurtók ég prófið á öllum þeim, sem vafasamir reyndust, og notaði nú Mantoux-próf (10 IU pr. 0,1 ml). Á heimili stúlkunnar reyndist enginn jákvæður nema móð- ir hennar, sem kvaðst hafa umgengizt berklasjúklinga i æsku, og því ekki líkindi til, að um nýsmit væri að ræða. Á Hólum kom það hins vegar i ljós, að 8 af þeim nemendum, sem neikvæðir höfðu verið við Pirquet-próf um haust- ið, voru nú orðnir jákvæðir og auk þess ein starfsstúlka til viðbótar við þá, sem áður greinir. Einnig voru tvö ung börn jákvæð, og var ekki vitað, hvenær þau höfðu smitazt, þar sem þau höfðu ekki verið berklaprófuð áður. Þannig virtust hafa komið i ljós síðan haustið 1958 10—12 nýsmitanir á staðnum. Hinn 20. febrúar heimti ég til mín og gegnlýsti allt það fólk á Hólum, sem jákvætt hafði reynzt nú og áður, og sömuleiðis allt vandafólk stúlku þeirrar, sem fyrst hafði veikzt, en fann ekki einkenni um virka berkla hjá neinu þeirra. Hinn 22. marz skrif- aði ég svo berklayfirlækni, skýrði hon- um frá málavöxtum og leitaði ásjár hans. Var eftir það haft samráð við hann um allar aðgerðir í málinu. Hinn 22. marz var svo sett Mantoux-próf (1 IU pr. 0,1 ml) á það staðarfólk, sem neikvætt hafði reynzt við fyrri próf, og bættust nú 4 við hinn já- kvæða hóp, 3 nemendur og matráðs- kona staðarins. Þetta fólk var nú gegn- lýst, en ekkert grunsamlegt fannst. Jafnframt bárust mér nú þær fréttir, að nemandi frá Hólum, upprunninn úr Þingeyjarsýslum, sem farið hefði heim í jólaleyfi, hefði veikzt af misl- ingum og síðar af berklum (tbc. ileo- coecalis). Var nú farið fram á það við héraðsdýralækninn á Sauðárkróki með bréfi 7. apríl, að framkvæmd yrði berklarannsókn á nautgripum staðar- ins. Framkvæmdi hann þegar þá rann- sókn og sendi mér skýrslu um rann- sóknina 13. april. Reyndust þá 12 nautgripir jákvæðir við berklapróf, en 6 vafasamir. Var nú hafizt handa um frekari rannsókn á nautgripunum, og hafa yfirdýralæknir og héraðsdýra- læknirinn á Sauðárkróki haft þá rann- sókn með höndum. Hinn 23. apríl kom berklayfirlæknir ásamt Jóni Eiríks- syni berklalækni, og framkvæmdu þeir gegnlýsingu á starfsfólki og öllum þeim, sem dvalizt höfðu á Hólum und- anfarna mánuði og til náðist, en ekk- ert grunsamlegt fannst. Jafnframt var sett berklapróf á allt staðarfólk, sem neikvætt hafði reynzt fram að þessu, og virtist nú enginn hafa orðið já- kvæður síðan 22. marz. Við skólaskoð- un 19. nóvember sl. var sett berkla- próf á alla nýnema, svo og allt staðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.