Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Side 141
139 —
1962
Mislingab óluefni
Mislingabóluefni + 0,02 ml pr. kg
án gamma-glóbúlíns af gamma-glóbúlíni Óbólusett kontrol
Hiti Hiti Hiti
Aldur Fjöldi yfir 37,5 Útbrot Fjöldi yfir 37,5 Útbrot Fjöldi yfir 37,5 Ú tbrot
0—10 ára .... 11 100% 73% 23 96% 40% 13 15% -
10—20 ára .... 34 94— 65— 39 71— 24— 34 6— 3%
20—30 ára .... 18 84— 38— 19 58— 21— 16 12— 6—
30—40 ára .... 20 95— 70— 25 76— 36— 11 - -
40—60 ára .... 16 94— 50— 19 68— 42— 10 - 10—
60 ára og eldri 7 100— 57— 32 69— 10— 6 - -
Greining á veirusjúkdómum í mönnum.
Eins og undanfarin tvö ár hefur Margrét Guðnadóttir læknir unnið
að greiningu bráðra veirusjúkdóma. Á árinu bárust alls 142 sýni úr 67
sjúklingum grunuðum um bráða veirusjúkdóma. 88 sýni voru send í
ræktunartilraunir og 54 blóðsýni til mótefnamælinga.
Borgarspítalinn í Reykjavík sendi sýni frá 30 sjúklingum.
Barnadeild Landspítalans sendi sýni frá 12 sjúklingum.
Lyfjadeild Landspítalans sendi sýni frá 6 sjúklingum.
Akureyrarspítali sendi sýni frá 1 sjúklingi.
Héraðslæknirinn á Sauðárkróki sendi sýni frá 3 sjúklingum.
Héraðslæknirinn í Laugarási sendi sýni frá 5 sjúklingum.
Héraðslælcnirinn í Búðardal sendi sýni frá 2 sjúklingum.
Tilraunastöðin, Keldum, tók sýni vegna inflúenzu og Q-fever úr 8
sjúklingum.
Vegna gruns um inflúenzu voru send sýni úr 13 sjúklingum.
— — — atypiska lungnabólgu voru send sýni úr 12 sjúkl.
— — — enteroveirusýkingu voru send sýni úr 33 sjúkl.
— — — encephalitis voru send sýni úr 6 sjúklingum.
— — — hettusóttarmeningitis voru send sýni úr 3 sjúkl.
Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið sendar til viðkomandi
sjúkrahúsa og lækna, jafnskjótt og þær voru tiltækar, en þessar rann-
sóknir eru þess eðlis, að þær geta stundum tekið alllangan tíma.
í ársbyrjun 1962 barst inflúenzufaraldur til landsins. Veiran, sem
olli faraldrinum, var þegar í byrjun faraldursins ræktuð og greind og
reyndist vera inflúenzuveira af B-stofni.
í desember sendi Barnadeild Landspitalans inn nolckur blóðsýni úr
ársgömlu bar,ni, sem var mikið veikt af atypiskri lungnabólgu. Þessi
blóðsýni höfðu komplementbindandi mótefni fyrir Q-fever, og fóru þau
lækkandi, er frá leið. Þykir það benda til þess, að barnið hafi verið veikt
af Q-fever, og mun það í fyrsta skipti, sem sá sjúkdómur er greindur