Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Side 145
— 143 —
19G2
Bæ jarh júkrun.
Tala sjúklinga 127. Tala vitjana 8223.
Heyrnarstöð fyrir börn.
Á fundi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 22. des. 1961 var sam-
þykkt að setja á stofn heyrnarstöð fyrir börn innan 4 ára aldurs.
Zontaklúbbur Reykjavíkur, sem unnið hefur um langt árabil að mál-
efnum daufdumbra, hafði sent ungfrú Maríu Kjeld til náms í meðferð
heyrnardaufra barna og í notkun þeirra tækja, sem notuð eru við
starfið. Bauðst félagsskapur þessi til að kaupa þau tæki, sem nota
þyrfti til starfseminnar, og skýrði frá því, að hin sérmenntaða stúlka
mundi fús til að starfa við stofnunina. Auk þess bauð Erlingur Þor-
steinsson læknir, sem verið hefur ráðunautur félagsins um þessi mál,
fram aðstoð sína við að koma starfseminni á legg. Var þessum rausn-
arlegu tilboðum tekið og þegar hafinn undirbúningur að starfseminni.
í ársbyrjun 1962 var hafizt handa um útvegun tækja, og afhenti Zonta-
klúbburinn Heilsuverndarstöðinni þau um mitt sumar. Gert er ráð fyrir
því, að a. m. k. öll 7 ára og 12 ára börn verði heyrnarmæld. Voru í
því skyni keypt heyrnarmælingartæki, sem auðveldlega verða flutt
milli skólanna.
Tannlækningar.
Eins og s. J. ár störfuðu aðeins 2 tannlæknar við barnaskólana á ár-
inu, önnuðust skoðun á tönnum skólabarna og sendu foreldrum skrif-
lega tilkynningu um ástand tannanna og hvöttu þá til að leita með
börnin til starfandi tannlækna í borginni.
Borgarsjóður Reykjavíkur greiddi, eins og undanfarin ár, helming
kostnaðar af einföldum tannviðgerðum skólabarna hjá starfandi tann-
læknum í borginni. Greiddir voru á árinu 3376 reikningar vegna 2942
barna. Endurgreiðslur námu kr. 932 440,00.
Tannskoðun skólabarna veturinn 1961—1962.
Tannskoðun
Fjöldi Fjöldi
nemenda í nemenda
Aldursflokkur aldursflokki skoðaðir
7 ára ............... 1326 1229
8 — ................. 1295 1190
9 — 1417 1290
10 — 1400 1282
11 — 1389 1302
12 — 1391 1279
Samtals 8218 7572
Þar af Fjöldi tanna
skemmdir D M F P
703 1529 25 371 10783
796 2018 89 1099 13284
864 2210 145 2420 16784
904 2460 186 3224 20638
934 3002 290 4121 25971
943 3197 480 5357 29815
5144 14416 1215 16592 117275
Kópavogs. Hafin smíði heilsuverndarstöðvar.