Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Qupperneq 184
1962
— 182 —
hafði hann ofskynjanir og ofsóknarhugmyndir. í . .. marz síðastl. réðst
hann á konu og barði, og var honum þá komið á Kleppsspítala, hafði
hann þá verið ruglaður, séð sýnir og haldinn ofsóknarhugmyndum.
Frá nóvember 1956 til nóvember 1960 mun M. hafa verið til sjós á
togurum. Á ... frá nóvember 1956 og fram á árið 1958. Hann þótti góður
og samvizkusamur verkmaður, neytti ekki áfengis, var þá í Hvítasunnu-
söfnuði. Hann var oftast rólegur, stilltur, en talsvert bar á trúarrugli hjá
honum. Síðar mun hann hafa verið á togaranum . .. og komið sér vel og
ekki neytt áfengis, a. m. k. ekki að ráði. Hinn 9. nóv. 1960 mun hann hafa
meiðzt um borð í nefndu skipi. Var það í höfn í Þýzkalandi. Við rann-
sókn A sjúkrahúsi í Þýzkalandi fundust litlir áverkar á honum, en hins
vegar mun hafa borið á rugli hjá honum. Eftir þetta atvik hefur M. verið
geðveikur, enda neytt áfengis i óhófi og mjög illa. (Júní—sept.) árið 1961
er hann í ... og var vegna geðveilu fluttur þaðan á Kleppsspítala.
M. mun hafa verið giftur 12—13 ár, en konunni var dæmdur alger skiln-
aður árið 1947 vegna geðveiki hans, sem talin var sennilega ólæknandi.
Hafði M. þá ekki búið með konu sinni síðustu 9 árin.
í ... hefur M. verið vistaður samfleytt síðan 12. ágúst síðastliðinn og
er þar enn. Þennan tíma hefur hann verið haldinn trúarlegum ranghug-
myndum, séð sýnir. Hann hefur oftast verið rólegur, fremur dapur,
depressiv og alvarlegur í látbragði, en á köflum dálítið hátt stemmdur
og exalteraður og þá þótzt fær í allt. Hann er fremur andlega sljór og fá-
kunnandi. í seínni tíð hefur heilsa hans batnað nokkuð og minna borið á
ranghugmyndum hjá honum, en stemningin er frekar depressiv.
Um nefnda árás 17. júlí síðastliðinn upplýsir M., að hann muni ekki til
þess, að hann hafi átt sökótt við nefndan mann, hann man ekki eftir, að
maður þessi hafi ráðizt á sig, en hann virðist muna eftir, að hann hafi
barið manninn og sparkað í hann (í andlitið), þar sem hann lá á götunni.
M. mun hafa verið drukkinn, og upplýst er i lögregluskýrslunni, að
maður sá, er fyrir árásinni varð, hafi einnig verið drukkinn.
Nokkrum dögum áður en árásin varð, mun M. hafa fengið leyfi að fara
í heimsókn til móður sinnar, sem dvelst á ..., en hann komst í vín og
mun hafa verið ölvaður í nokkra daga, enda settur í fangageymsluna
að Síðumúla 16. júlí, og var hann þar um nóttina, en sleppt kl. 10 að
morgni 17. júlí. Mun M. hafa drukkið bæði brennivín og brennsluspritt
þennan dag frá kl. 10 til kl. 15—16, en á þeim tíma mun árásin hafa gerzt.
M. hefur verið geðveikur allan þann tíma, er hann var í ..., og þótt
hann fengi að heimsækja móður sína, var hann á þeim tíma haldinn rang-
hugmyndum, en rólegur og ekki talinn hættulegur.
Upplýst er, að M. hefur ráðizt á fólk, er hann hefur verið geðveikur
(sbr. er hann barði konuna í ...) og ekki ölvaður þá.
Við líkamsskoðun finnast ekki lamanir, vöðvarýrnun eða breytingar á
snerti- eða djúpskyni. Mænuvökvarannsóknir á Kleppi voru eðlilegar,
syfilispróf neikvætt. Línurit af heila (3. nóv. 1955) eðlilegt.