Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Qupperneq 187
— 185
1962
ferð á Landspítala og fékk röntgengeisla 4 sinnum á vinstri öxl, og við
það minnkuðu verkirnir nokkuð, en stirðleiki og kraftleysi hafa haldizt,
og maðurinn hefur ekkert unnið enn.
Ný röntgenskoðun var gerð 17. okt. 1961, og var skoðun óbreytt frá
fyrri myndatöku.
Maðurinn kom síðast til viðtals hinn 5. janúar 1962.
Hann lýsir óþægindum sínum eins og fyrr er sagt, hefur stirðleika í
vinstri axlarlið og kraftleysi í handleggnum og sársauka við ákveðnar
hreyfingar.
Skoðun: Það er nokkur rýrnun á herðablaðsvöðvum vinstra megin.
Getur lyft handleggnum í axlarhæð, og passivt er hægt að tyfta honum
í 150°. Snúningshreyfing að því er virðist eðlileg. Mikil þrýstingseymsli
eru framanvert á liðnum yfir bicepssininni. Engin rýrnun er á hand-
leggsvöðvum, og krafturinn í hendinni er eðlilegur.
Blinda á vinstra auga, og var augað tekið vegna sjúkdóms.
Ályktun: Hér er um að ræða sextugan trésmið, sem verður fyrir
slysi í október 1960 og fær bylt.u og brotnar á rifjum. Nokkru eftir slysið
fer að bera á miklum óþægindum í vinstri axlarlið, og hefur verið litið
svo á, að þau óþægindi stöfuðu frá slysinu.
Röntgenskoðun var ekki gerð fyrr en nokkrum mánuðum eftir slysið,
og kom þá í Ijós periarthritis í vinstra axlarlið.
Þrátt fyrir meðferð hafa óþægindi mannsins ekki minnkað. Hann hefur
viðloðandi stirðleika í axlarlið og sársauka við ákveðnar hreyfingar og
hefur ekki unnið að ráði, síðan slysið varð.
Enda þótt sennilegt sé, að maðurinn hafi haft kölkun í axlarliðnum
fyrir slysið, þá verða ekki á það færðar sönnur, og þykir því eðlilegt að
telja núverandi ástand mannsins afleiðingu slyssins.
Vegna slyssins hefur því maðurinn hlotið varanlega örorku, og telst
sú örorka hæfilega metin svo:
í 3 mánuði........ 100% örorka
- 3 — ....... 50% —
- 6 — ....... 25% —
og síðan varanleg örorka 15%.“
Tilvitnað læknisvottorð dr. med. [fyrr nefnds sérfræðings í bæklunar-
sjúkdómum] liggur fyrir, en þar segir aðeins, að slasaði hafi hlotið rifbrot
af völdum byltu. Kveðst hann ekki hafa gengið úr skugga um, að orsak-
irnar séu rétt tilgreindar, en telur líklegt, að svo sé. Hann kveður slasaða
vera í meðferð hjá .... [fyrr nefndum] sérfræðingi í gigtlækningum,
Reykjavík.
I málinu liggur fyrir læknisvottorð ..., síðast nefnds sérfræðings í gigt-
lækningum, dags. 16. febrúar 1963, svo hljóðandi:
>,B. K-son, ..., Rvík, kom til mín 23. des. 1960 vegna afleiðinga eftir
meiðsli þ. 1. okt. 1960.
Sjúkdómsgreining: Tognun í hægri öxl eftir liðhlaup, öxlin mjög sár við
hreyfingar, lömun á hreyfivöðvum axlarinnar.
24