Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 8

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 8
6 Niðurstaðan varð sú, sem sagt er frá hér á eftir. Nú komst eg að raun um, að Hrafnkatla var ekki einung- is skemmtileg saga, heldur líka heillandi rannsóknar- efni. Eg þóttist hafa náð í þráðarenda, og smám sam- an raknaði sagan sundur fyrir mér, ekki aðeins hið sögulega efni, heldur líka, hvernig hún myndi vera orðin til. Síðan hef eg aldrei hætt að hafa hana í huga, hef flutt um hana fyrirlestra bæði heima og erlendis, þaullesið hana með nemöndum mínum og talað um hana við fjölda af starfsbræðrum mínum. Fyrir marga þeirra er því hér ekki um nýjung að ræða, og þessi rannsókn mín, sem í öllum aðalatrið- um er lokið fyrir mörgum árum, hefur legið í salti, eins og ýmsar aðrar athuganir um íslendinga sögur. Það er af sérstakri ástæðu, sem eg hef nú ráðizt í að hreinskrifa þessa ritgerð og koma henni fyrir almennings sjónir. Eg hef nýlega lokið við dálítið yfirlit um hina fornu íslenzku sagnaritun, sem mun birtast í ritsafninu Nordisk kultur. í þessu yfirliti hef eg neyðzt til þess að halda fram þeim skoðunum um eðli og uppruna sagnanna, sem eg tel réttar, þó að rúmið hafi ekki leyft að rökstyðja þær nema að litlu leyti og þær geti því oft litið út fyrir að vera stað- litlar fullyrðingar. Þessar skoðanir koma ekki einung- is í bága við trú flestra fyrri tíma fræðimanna og al- mennings á íslandi á sannindi sagnanna, heldur líka við það álit, sem almennt er nú ríkjandi meðal er- lendra fræðimanna um traustleik hinna munnlegu sögusagna og meðferð söguritaranna á efninu. Það má búast við, að þeim verði ekki tekið með þögn og þolinmæði. En það er gagnslaust að karpa um jafn- flókið rannsóknarefni með almennum hugleiðingum og dæmum gripnum af handa hófi héðan og handan. Allar bollaleggingar um íslendinga sögur yfirleitt hljóta að svífa í lausu lofti, þangað til þær sögur, sem unnt er að lesa sæmilega niður í kjölinn, hafa verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.