Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 9

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 9
7 lcrufðar hver út af fyrir sig. Ein af þeim sögum, sem eg tel unnt að komast að sæmilega öruggri niður- stöðu um í þeim atriðum, sem hér skipta mestu máli, er einmitt Hrafnkatla. Því vil eg ekki draga lengur að birta þessar athuganir. Fyrst tek eg þá til meðferðar sannindi sögunnar, að því leyti sem unnt er að ræða þau með rökum. Þann kafla hef eg gert mér far um að hafa nokkuð ræki- legan, því að hann er undirstaða alls, sem á eftir fer. Aðaláherzlan er lögð á samanburð Hrafnkötlu við aðrar fornar heimildir, en nokkuð er líka vikið að þeim sönnunargögnum, sem seinni tíma menn hafa beitt til þess að staðfesta trúnað sinn á efni sögunnar. Drepið er á einstöku atriði, sem eru miður trúleg út af fyrir sig. Það er rétt að benda hér undir eins á tvö sjónarmið, sem lesendur eru beðnir að hafa í huga við lestur II. kaflans: 1) Þegar eg tek til samanburðar við Hrafnkötlu aðrar heimildir, svo sem Landnámu, Egils sögu, Eyr- byggju o. fl., þá hef eg það eitt í huga, hvort þeim muni um þau atriði, sem til greina koma, vera betur eða verr trúandi en henni. Þó að eg yfirleitt taki þær fram yfir hana, þar sem höfundar þeirra bersýnilega höfðu betri skilyrði til þess að vera sannfróðir, á eg eingöngu við hlutfallslegt heimildagildi. Með því full- yrði eg ekkert um, að þessar heimildir fari heldur með örugg söguleg sannindi. 2) Þeim mönnum, sem annt er um traustið á ís- lenzkar arfsagnir, vil eg benda á, að þetta traust eflist ekki við að taka sögu eins og Hrafnkötlu fram yfir Landnámu, svo sem gert hefur verið. I því kemur fram furðuleg skammsýni. Það er líkast því sem forn- fræðingunum hafi oft verið svo ríkt í huga að trúa hverri einstakri sögu, sem þeir voru að fást við í það og það skiptið, að þeir hafi ekki íhugað víðtækari af- leiðingar þess. Það eru gildar ástæður til þess að álíta,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.