Studia Islandica - 01.06.1940, Page 12

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 12
10 .sem kynni að vera frekari athugunar verð, hef eg orðið að sleppa hér að mestu, t. d. samanburði hand- ritanna. Sagan er ekki til nema í ungum handritum, aðeins lítið brot af henni er til á skinnblaði, sem talið er frá fyrra hluta 15. aldar. Hitt er úr pappírshand- ritum, sem ber talsvert á milli. En þó að sagan sé ekki betur varðveitt en þetta, mun öllum geta komið saman um, að hún beri þess engin augljós merki að hafa verið úr lagi færð eða endursamin í aðalatrið- um. Og það er hæpið að telja nokkuð af því, sem öll- um handritunum ber saman um, yngri viðbætur. Eg legg því söguna eins og hún er til grundvallar þess- ari rannsókn, hef sífellt öll handritin í huga, en geri ekki athugasemdir um leshætti nema þar sem sér- stakar ástæður eru til.1) II. SÖGULEG SANNINDI. Af ýmsum ástæðum virðist rétt að byrja á þeim Þjóstarssonum, Þorkeli lepp og Þorgeiri, er athuga skal, hversu sannsöguleg Hrafnkatla er um menn þá og atburði, er hún segir frá. Sagan getur með engu móti án þeirra verið. Þegar þeir koma til, eru öll ráð þrotin fyrir Sámi og Þorbirni karli. Ríki Hrafn- kels og orðstír virðist vera þeim fullkomið ofurefli við að etja. Einir síns liðs fá þeir engu á orkað, og allir höfðingjar hafa svarað liðsbón þeirra á sama veg, að þeir vildi ekki hætta svo sinni virðingu að ganga í deild við Hrafnkel goða, er alla menn hafi hrakið af málaferlum þeim, er við hann hafi haft. 1) Vönduð útgáfa með orðamun er í Austfirðinga sögum, gerð af Jakob Jakobsen, Kaupmannahöfn 1902—-3. Vegna þess að sagan er svo stutt, þykir óþarft að vísa um hvert atriði til bls. eða kapítula.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.