Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 14

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 14
12 hans er í Landnámu nefnd Þuríður Þorleifsdóttirr Ávangssonar í Botni. Tvö af börnum þeirra eru nefnd, Jórunn, er átti Illugi rauði Hrólfsson á Innra-Hólmi á Akranesi, — og Börkur. Börkur átti Hallvöru, son- ardóttur þeirra Ketils gufu og Ýrar, dóttur Geirmund- ar heljarskinns, — og var þeirra sonur Þórður, faðir Auðunar í Brautarholti.1) Af því, sem sagt er um Þormóð í Landnámu, virðist mega ráða með fullri vissu, að það sé gripið úr lausu lofti, sem sagt er í Hrafnkötlu, að ætt þeirra Þjóstars- sona sé öll vestfirzk. Öll ætt og afkvæmi Þormóðar er hér syðra, líka sonarsonur Barkar, þó að Börkur væri kvæntur vestfirzkri konu. Ekki virðist það heldur sennilegt, að Þormóður hafi getað verið kvæntur Þórdísi Þórólfsdóttur frá Borg, þar sem hvorki Egils saga né Landnáma geta þess og Landnáma auk þess nefnir konu hans, eins og áður er getið. Ef þingdeilan á að gerast nokkuru fyrir miðja 10. öld, eins og verður að gera ráð fyrir, er Þórdís (fædd um 935) þá ekki einu sinni gjafvaxta. Það má líka heita, að þetta sé eina atriðið í mann- fræði Hrafnkötlu, sem allir fræðimenn hafa rengt, þó að þeir Guðbrandur Vigfússon og Finnur Jónsson tæpl á því, að Þormóður geti hafa verið fyrri maður Þór- dísar.2) Um þá Þorkel og Þorgeir er það skemmst að segja, að þeirra er hvergi getið nema í Hrafnkötlu. Er það nokkuð kynlegt, að þeim skuli vera gert svo lágt. undir höfði í Landnámu, í samanburði við Þormóð, þar sem þeir þó hlyti að hafa verið miklu ríkari menn, ,ef nokkuð er hæft í því, sem sagan segir. „Iðunn var dóttir Molda-Gnúps, er átti Þjóstarr á Álptanesi. Þor- 1) Um þessa ættfærslu eru heimildir ekki alveg sammála, en það skiptir hér ekki máli. Sjá Landn. (1900), 40, 167; ættartöl- una aftan við Geirmundar þátt í Sturlungu; Safn III, 514. 2) Safn I, 356; Litt. hist. II, 518.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.