Studia Islandica - 01.06.1940, Side 16

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 16
14 firðinga goðorð gengið í arf til sona þeirra. Þá félli allt í ljúfa löð. Samt eru á þessu agnúar. Landnáma nefnir konu Þjóstars, svo sem áður er getið, Iðunni dóttur Molda-Gnúps. En Þjóstar hefði getað verið tvíkvænt- ur, þó að þess sé hvergi getið. Gull-Þóris saga, sem er eina heimild um Þuríði, segir, að hún hafi verið gift Ketilbirni Gillasyni. En Ketilbjörn var drepinn, og Þuríður hefði getað gifzt aftur. Hér má því vitanlega hlaða getgátu ofan á getgátu, en þá ætti sjálfur hornsteinninn að vera traustari en Gull-Þóris saga, a. m. k. eins og hún er í þeirri gerð, sem vér nú höfum. • Auk þess hefur Guðbrandur dregið einn son Hall- steins undan í framtalinu, Þorgils örn, sem nefndur er í Eyrbyggju og var faðir Þórðar, föður Ragnhildar, er átti Þóroddur Þorbrandsson í Álftafirði. Þó að vér vitum ekki meira um hann, er varhugavert að gera. hann arflausan vegna Þuríðar úr Gull-Þóris sögu. Auk þess má ekki gleyma því, að Þorsteinn surtur er enn á lífi, þegar þingdeila Sáms og Hrafnkels á að gerast, og hann hefði getað átt goðorð í Þorskafirði, þó að hann byggi í Þórsnesi. Annars er nokkuð vafasami um Þorskfirðinga goðorð yfirleitt, þó að Hallsteinn sé nefndur ,goði‘ í Eyrbyggju. Mikil mannaforráð getur hann varla hafa haft, þar sem öðrum megin við hann voru Reyknesingar, en hinum megin Þorbjörn loki og Ketill gufa, tengdasonur Geirmundar heljarskinns. Hauksbók nefnir þá Geirmund, Úlf skjálga og Þórð Víkingsson síðasta, þ. e. a. s. vestasta, er hún telur göfugustu landnámsmenn í Vestfirðinga fjórðungi, en getur þar ekki Hallsteins. Og ekki er annað sennilegra en að hin þrjú goðorð í Þorskafjarðarþingi hafi um 940 verið í eigu þeirra Ýrarsona, Þórhalls og Odda, Atla ins rauða og Þorkels í Alviðru. Hafi Hallsteinn átt hlut í hofi með Reyknesingum, eins og Gull-Þóris saga segir, þá hefur það mannaforráð, sem því hefur fylgt, horfið óskipt til Reyknesinga, er Alþingi var

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.