Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 16

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 16
14 firðinga goðorð gengið í arf til sona þeirra. Þá félli allt í ljúfa löð. Samt eru á þessu agnúar. Landnáma nefnir konu Þjóstars, svo sem áður er getið, Iðunni dóttur Molda-Gnúps. En Þjóstar hefði getað verið tvíkvænt- ur, þó að þess sé hvergi getið. Gull-Þóris saga, sem er eina heimild um Þuríði, segir, að hún hafi verið gift Ketilbirni Gillasyni. En Ketilbjörn var drepinn, og Þuríður hefði getað gifzt aftur. Hér má því vitanlega hlaða getgátu ofan á getgátu, en þá ætti sjálfur hornsteinninn að vera traustari en Gull-Þóris saga, a. m. k. eins og hún er í þeirri gerð, sem vér nú höfum. • Auk þess hefur Guðbrandur dregið einn son Hall- steins undan í framtalinu, Þorgils örn, sem nefndur er í Eyrbyggju og var faðir Þórðar, föður Ragnhildar, er átti Þóroddur Þorbrandsson í Álftafirði. Þó að vér vitum ekki meira um hann, er varhugavert að gera. hann arflausan vegna Þuríðar úr Gull-Þóris sögu. Auk þess má ekki gleyma því, að Þorsteinn surtur er enn á lífi, þegar þingdeila Sáms og Hrafnkels á að gerast, og hann hefði getað átt goðorð í Þorskafirði, þó að hann byggi í Þórsnesi. Annars er nokkuð vafasami um Þorskfirðinga goðorð yfirleitt, þó að Hallsteinn sé nefndur ,goði‘ í Eyrbyggju. Mikil mannaforráð getur hann varla hafa haft, þar sem öðrum megin við hann voru Reyknesingar, en hinum megin Þorbjörn loki og Ketill gufa, tengdasonur Geirmundar heljarskinns. Hauksbók nefnir þá Geirmund, Úlf skjálga og Þórð Víkingsson síðasta, þ. e. a. s. vestasta, er hún telur göfugustu landnámsmenn í Vestfirðinga fjórðungi, en getur þar ekki Hallsteins. Og ekki er annað sennilegra en að hin þrjú goðorð í Þorskafjarðarþingi hafi um 940 verið í eigu þeirra Ýrarsona, Þórhalls og Odda, Atla ins rauða og Þorkels í Alviðru. Hafi Hallsteinn átt hlut í hofi með Reyknesingum, eins og Gull-Þóris saga segir, þá hefur það mannaforráð, sem því hefur fylgt, horfið óskipt til Reyknesinga, er Alþingi var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.