Studia Islandica - 01.06.1940, Side 17

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 17
15 s,ett, því að þá hefur Ilallsteinn verið dauður, en Þor- steinn surtur, hinn helzti sona hans, of fjarri til þess- að halda þingmönnum norðan Breiðafjarðar. Það eitt, að Þorsteinn hverfur ekki aftur vestur í Þorskafjörð, bendir eindregið til þess, að hann hafi einskis ríkis átt að gæta á þeim slóðum. Hvernig sem vér veltum þessu fyrir oss, verður erf- itt að finna nokkura átyllu til þess að trúa því, að synir Þjóstars á Álftanesi hafi getað fengið staðfestu í Þorskafirði, þaðan af síður mannaforráð og allra sízt, að það mannaforráð hafi náð víðara um Vest- firði. Það er jafnstaðlaust eins og að þeir hafi verið höfðingjasynir og vestfirzkir að kyni og uppruna. En sé nú allt þetta rangt í Hrafnkötlu og að hinu leyt- inu dauðaþögn allra annara heimilda um þá bræður, Þorkel og Þorgeir, þá er erfitt að draga af því aðra ályktun en þá, að þeir hafi sennilega aldrei verið til. Það er a. m. k. víst, að höfðingjar hafa þeir hvergi getað verið, svo að allt, sem sagt er um veldi þeirra og afrek í Hrafnkötlu, hlýtur að vera tómur skáld- skapur. Eg skal geta þess til smekkbætis, að Guðbrandur Vigfússon komst líka á endanum að þeirri niðurstöðu, að þeir Þjóstarssynir hefði aldrei verið til. En í hans augum haggaði það ekki nema ósköp lítið sannind- um Hrafnkötlu. I stað hinna ,,þriggja nafnkunnu bræðra úr Þorskafirði“, eins og hann kallar þá, setti hann bara aðra þrjá nafnkunna Vestfirðinga: Þor- grím Þorsteinsson og Þorkel og Gísla, Súrssyni. Mál Hrafnkels hafi líklega aldrei komið til alþingis, held- ur til Þingmúlaþings. Þeir þrímenningar hafi verið á útleið, fengið andviðri, hrakizt inn í einhvern fjörð eystra, labbað upp á þing sér til skemmtunar og með tilstyrk skipverja sinna ráðið þar öllu.1) Þetta kallar 1) Origines II, 194, 488—490.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.