Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 19
17
]?jóstar á Álftanesi er eini íslendingur, sem vér vit-
um að hafi borið það nafn í fornöld (Lind, Dopnamn).
Enda var ekki hverjum óbreyttum mönnum fært að
ráðast í það, sem Þjóstarssynir gera í Hrafnkötlu.
Slíkra manna yrði að leita meðal höfðingja, og þar
eru þeir ekki til.
Eftir að vér höfum nú fengið nokkurn smjörþef af
meðferð sögunnar á tveimur meiri háttar aukapersón-
um, er rétt að víkja að sjálfri aðalpersónunni, Hrafn-
keli goða. Verður þá fyrst fyrir að athuga, hvað um
hann er sagt í öðrum heimildum.
Landnáma segir svo frá: „Hrafnkell hét maðr
Hrafnsson; hann kom út síð landnámatíðar; hann
var inn fyrsta vetr í Breiðdal, en um várit fór hann
upp um fja.ll; hann áði í Skriðudal og sofnaði; þá
dreymði hann, at maðr kom at honum ok bað hann
upp standa ok fara braut sem skjótast; hann vaknaði
«k fór brutt. En er hann var skammt kominn, þá
hljóp ofan fjallit allt, ok varð undir gQltr ok grið-
ungr, er hann átti. Síðan nam Hrafnkell Hrafnkels-
dal ok bjó á SteinrþðarstQðum; hans sonr var Ás-
bjQrn, faðir Helga, ok Þórir, faðir Hrafnkels goða,
ÍQður Sveinbjarnar". Þórðarbók rekur, eftir Melabók,
ætt frá Sveinbirni til Markúss á Melum.
Hrafnkell goði er talinn með göfugustu landnáms-
mönnum í Austfirðingaf jórðungi og með mestu höfð-
ingjum landsins, „þá er landit hafði sex tigu vetra
byggt verit".1)
Njála segir, að um 1010 hafi búið á Hrafnkels-
stöðum Hrafnkell Þórisson, Hrafnkelssonar, Hrafns-
sonar (raums, Runólfssonar, önnur hdrr.). Þar (er
1) Það er slæmur misskilningur í útgáfum Landnámu (nafna-
skránum), að hér sé átt við Hrafnkel Þórisson. Af því kann aft-
ur að stafa sú athugasemd Finns Jónssonar í Njálu-útgáfunni í
Saga-Bibliothek, að Hrafnkell Þórisson sé aðalpersóna Hrafn-
kötlu!
2