Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 27

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 27
25 hefur höfundur, sem vafalaust hefur verið talsvert kunnugur á þessum slóðum, séð einhverja torfu, sem vel hefði verið hent til vígis. Annars á torfan sér merkilega sögu, sem kemur ekki beint við sannindum Hrafnkötlu, en sýnir dómgreind 19. aldar manna í allri sinni dýrð. Þegar Sigurður Vigfússon ferðaðist um Austurland 1890, leitaði hann torfunnar, en fann ekki. Hann segir svo: „Þar sem af mýrinni kemur og dregur upp í fjallið, hefur verið Eyvindartorfa, sem nú er öll uppblásin og horfin, og segir mér svo Sigfús á Skjögrastöðum, greindur maður og fróður um ör- nefni, að faðir hans hafi séð Eyvindartorfu og haug á henni, en þá hafi torfan verið svo blásin, að ekki hafi verið eftir nema lítill kragi í kringum hauginn".1) Þessi torfa hefur hagað sér næsta hlálega. Hrafn- katla lýsir henni svo, að hún var „meltorfa ein, blás- in mjpk; bakkar hávir váru umhverfis“. Ef torfan átti að vera nokkurt vígi fyrir fimm menn, hefur hún ekki mátt vera mjög stór um sig. Hvort lýsingin á við torfuna á 10. eða 13. öld, skiptir litlu máli. En svo stendur torfan af sér nokkurn veginn óhögguð storma og sandfok 6—8 alda, þangað til allt í einu kemur sá dyntur í hana að þurrkast út nokkuru áður en fyrsti fornfræðingurinn kemur að skoða hana. En Sigurður hefði þó a. m. k. átt að leita að beinum Eyvindar og þeirra félaga, sem í haugnum voru, því að þau hafa hlotið að liggja á torfustæðinu og ætti að vera þar enn í dag.2) Til hinna röngu nafnaskýringa sögunnar tel eg líka skýringuna á Hrafnkelsstaða-nafninu, úr því að alls ósennilegt er, að Hrafnkell eldri hafi nokkurn tímæ 1) Árb., 1893, 37. 2) Það er í sjálfu sér ósennilegt, að Sámur hefði heygt bróð- ur sinn á blásinni meltorfu, sem fyrirsjáanlegt var, að myndi eyðast á skömmum tíma, svo að beinin yrði ber ofan jarðar, enda. þarf ekki að ráða neitt þvílíkt af orðum sögunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.