Studia Islandica - 01.06.1940, Page 33

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 33
31 tvennt til. Annaðhvort hefur Aðalból verið til, byggt eða óbyggt, á 13. öld, eins og áður var gert ráð fyrir (og þá ef til vill í hinu gamla Steinröðarstaðalandi), á sama stað og nú, og höfundurinn kosið Hrafnkeli bústað þar, — eða höfundurinn hefur sjálfur valið bæ Hrafnkels þetta nafn, í stað Steinröðarstaða, og það síðan verið tekið eftir sögunni, þegar býlið, sem nú heitir svo, var. byggt þar seint á 18. öld. Þetta verð- ur að standa óútkljáð, nema ókunnar heimildir komi í leitirnar. Annars skal eg ekki fara lengra út í staðfræðina í Hrafnkötlu, bæði vegna þess, að eg vil heldur láta kunn- uga menn fjalla um það mál, og af því, að það kemur sannindum sögunnar nauðalítið við. Ef skáld hugsar sér, að saga gerist á vissum slóðum, er honumvorkunn- arlaust að lýsa því rétt, sem hann hefur séð og skoð- að. Og jafnvel þó að höfundar fornsagna þekkti ekki staðhætti af eigin sjón, var þeim ólíkt auðveldara að spyrjast fyrir um það, sem stóð óbr.eytt, en verða sannfróðir um löngu liðna atburði. Kunnugleiki um staði getur aldrei staðfest sannindi frásagnar. En hirðuleysi um réttar lýsingar staða, jafnvel á næstu grösum við heimkynni höfundanna, getur stundum bent til þess, hversu nákvæmni lá þeim í léttu rúmi. Yfirleitt hafa menn blandað staðalýsingum og sann- indum allt of mikið saman. Og hin bókvísa íslenzka alþýða, sem hefur skírt fjölda af stöðum upp eftir sögunum á síðari öldum, hefur ekki gert fræðimönn- unum auðveldara fyrir að átta sig. Um örnefnin í Hrafnkelsdal má geta nærri, hver skilyrði þau höfðu til þess að haldast óbreytt og án áhrifa frá sögunni allar þær aldir, sem dalurinn var að mestu eða öllu óbyggður.1) 1) Eitt handrit sögunnar, sem Jakobsen kallar D, er um sum atriði nákvæmara í staðalýsingum, og ber það vott um, að ein-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.