Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 34
32
Eitt af því, sem Hrafnkels saga er ein til frásagn-
ar um og talsvert veltur á í sögunni, er Freysgoða-
nafnið. Það er talsvert grunsamlegt, að hvorki Land-
náma né Njála skuli nefna Hrafnkel svo. Fyrir utan
hann bera tveir höfðingjar í sögunum þetta viður-
nefni. Annar er Þorgrímur Þorsteinsson, sem aðeins
er nefndur svo á einum stað í yngri gerð Gísla sögu,
þó að hin gerðin geti líka um Freysdýrkun hans. Hinn
er Þórður Össurarson, sem mjög víða er svo nefndur
og afkomendur hans Freysgyðlingar. Að tali fróðustu
manna er ekki vitað nema um þrjú örnefni á íslandi,
er samsett sé með nafni Freys: Freysnes í Öræfum og
Freyshóla og Freysnes við Lagarfljót. Nú eru Freys-
hólar hjáleiga frá Hafursá, þar sem Hrafnkell Þóris-
son er sagður hafa búið, en Freysnes skammt þaðan
og frá Mjóvanesi, bústað Helga Ásbjarnarsonar.
Þetta gæti bent til Freysdýrkunar hjá þeim niðjum
Hrafnkels* 1) og er þá athyglisvert. En hvað af því
verður ráðið, veltur nokkuð á, hve gömul þessi nöfn
eru og hvenær ættmenn Hrafnkels hafa flutzt á þess-
ar slóðir. Eitt er þó víst. Ef Freysdýrkun hefur hald-
izt ríkt við í ætt Hrafnkels fram að kristnitöku, þá er
allt það, sem í sögunni segir um, að Hrafnkell hafi
hlotið alla ógæfu sína af Freyfaxa, hætt að blóta og
trúa á goð o. s. frv., tómur tilbúningur.2) En um sumt
af því þarf að vísu varla vitna við.
liverjum seinni tíðar manni hafi þótt kunnugleika söguhöfundar-
ins ábótavant.
1) Athygli mína á þessu hefur mag. art. Ólafur Briem vakið.
2) Jakob Jakobsen telur Hrafnkötlu það m. a. til gildis fram
yfir Landnámu, „at Landn. ikke synes at kende noget til Hrafn-
kels tilnavn, Freysgoði (det nævnes i al fald ikke), et til-
navn, som dog er meget vel begrundet i den store rolle, som Frey-
dyrkelsen spiller i Hrafnk. s., og hvorom bl. a. stednavnet Frey-
faxahamarr, opkaldt efter Hrafnkels til Frey viede hest, bærer
vidnesbyrd" (Austfirðinga spgur, L). Hér er það fyrst talið sjálf-
sagt, að allt, sem sagan segir um Freysdýrkun Hrafnkels, sé satt,
J