Studia Islandica - 01.06.1940, Side 37

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 37
35 hægðarauka), — eða hefur það myndazt með alþýð- unni sjálfri, sagnaþulum, sem skemmt hafa með munnlegum frásögum? Fyrsta sporið í áttina til þess að svara þessum spurningum er að athuga, hvað vit- að verður um heimildir sögunnar. III. HEIMILDIR. Skýrasta merki um beina notkun ritaðrar heimild- ar í Hrafnkötlu er ættartala Haralds hárfagra í upp- hafi 1. kap., sem er samhljóða ættartölunni framan við íslendingabók. Handritin gefa enga átyllu til þess að telja þetta síðari viðbót, eins og Finnur Jónsson vildi vera láta. Þessi ættartala þarf ekki að vera tek- in úr íslendingabók sjálfri, heldur gæti hún verið sótt í annað rit, sem stuðzt hefði við hana, og skiptir það ekki miklu. Þess er áður getið, að höfundur sögunnar muni hafa þekkt Droplaugarsona sögu, og er það nærri því sjálf- sagt, þar sem sú saga hlýtur að vera eldri en Hrafn- katla og rituð á sömu slóðum. En það, sem hann hef- ur sótt í hana, er óverulegt (Hallsteinssynir), og hann hefur ekkert gert til þess að tengja þessar tvær sög- ur saman, nefnir ekki einu sinni þá sonasonu Hrafn- kels, sem koma við Droplaugarsona sögu. Mest ríður á að gera sér grein fyrir afstöðu Hrafnkötlu til Land- námu. Það hefur jafnan verið talið einsætt, að þar væri ekkert samband, eins og vonlegt er, þar sem svo mikið ber á milli. Enda liggur það í augum uppi, að ef höfundur sögunnar hefði kynnt sér Landnámu rækilega og verið mest um það hugað að fara sem réttast með fornan fróðleik, hlaut hann að sjá, að saga hans kom bæði beinlínis og óbeinlínis í bága við Landnámu. En þetta horfir öðruvísi við, ef höfundur- 3*

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.