Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 39

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 39
37 um nokkuð kunnar. Hrafnkatla er karlmannasaga. í henni eru aðeins nefndar þrjár konur, Arnþrúður ambátt, Oddbjörg Skjöldólfsdóttir og Þórdís Þórólfs- dóttir, og engin þeirra er nema nafnið tómt. Meir kemur hin nafnlausa griðkona Hrafnkels við söguna. Rausi hennar er vel lýst, er hún lætur ganga af kappi og mælir margt helzti satt, þó að henni gangi ekki gott til. En hún er samt ekki sjálfstæð persóna, held- ur notar höfundurinn hana sem þátt í lýsingu Hrafn- kels. Hrafnkell er í aðra röndina makráður og seinn til að hefjast handa. Hann þarf frýjunnar og myndi samt ekki hafa þolað hana svo berorða af einhverjum húskarli eða nágranna, en griðkonu getur hann ekki reiðzt, enda segir hún í raun og veru ekki annað en það, sem honum býr sjálfum í skapi. Þar sem kvenþjóðin kemur svo lítið við söguna, er ekki við að búast, að hún beri nein merki af ástalýs- ingum erlendra riddarasagna. Höfundur gæti hafa lesið slíkt, án þess það snyrti hann. Og yfirleitt er Hrafnkatla órómantísk saga. Einkum eru þeir Hrafn- kell og Þorgeir, skapstyrkustu persónur sögunnar, harðdrægir veruleikamenn, sem engar hetjuhugsjón- ir flækjast fyrir. Samt örlar í einstökum atriðum á öðrum smekk. Þeir Þorkell leppur ogEyvindur Bjarna- son hafa sótt frama alla leið suður í Miklagarð. Þor- kell er í laufgrænum kyrtli með búið sverð í hendi, og Eyvindur Bjarnason ríður með svo fagran skjöld, að ljómar af. Slíkar skrautlýsingar eru þó mjög í hófi hafðar. Hrafnkell ríður til selsins í blám klæðum og með öxi eina vopna, og þegar hann veitir Eyvindi eftirför, vopnast þeir „harðfengilega“ (en ekki til skrauts). Nokkuð íburðarmikið er að láta Eyvind hafa skósvein, eins og títt var um erlenda höfðingja, og ekki er sagt frá þess háttar þjónustumönnum íslend- inga í eldri sögum. Eitt atriði í Hrafnkötlu virðist óíslenzkt að svip, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.