Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 40

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 40
38 það eru píslir þær, sem Hrafnkell og menn hans eru látnir sæta á váðásinum. Tel eg víst, að þar sé um er- lent efnisatriði að ræða, þó að vafasamt sé, hvort það er farandsögn eða sótt til bókar. Til samanburðar má minna á frásögn Saxa, að Jarmericus refsar Vindum í annað skipti með því að hengja fjóra tigu þeirra og láta úlf hanga á móti hverjum, hitt skiptið með því að láta draga reipi gegnum hásinar nokk- urra höfðingja þeirra og naut slíta þá sundur.1) Má vel vera, að finna mætti fyrirmynd þá,sem bæðiHrafn- katla og Saxi hafa farið hér eftir. Þær ritaðar heimildir, sem beinlínis hafa verið not- aðar, ná skammt til þess að skýra, hvaðan efni Hrafn- kötlu er runnið. Þá er að víkja að því, hver líkindi eru til þess, að það sé sótt í sögusagnir eða munnmæli. Um það atriði skulu á þessu stigi málsins aðeins gerð- ar fáeinar athugasemdir. I sögunni er hvergi vísað til sagna né missagna, ,ekki einu sinni fyrir siða sakir ritað „svá er sagt“. Höfund- urinn segir frá eins og sá, sem vald hefur, og virðist aldrei vera í neinum vafa um, hvernig hvað eina hafi til borið. Þegar menn hafa þótzt geta staðfest ,efni í fornsög- um, sem er ekki sótt í vísur, hafa þeir að vonum tek- ið það sem sönnun gamalla arfsagna. Dæmi þessa eru að vísu ekki mörg og sum þeirra ekki vel rökstudd, en það er meira mál en svo, að unnt sé að ræða það hér. En má þá álykta á hinn veginn, að líkindin fyrir því, að efni sögu sé sótt í munnmæli, sé því minni sem hún er óáreiðanlegri? Það þarf vitanlega ekki að vera. Alþýðlegur fróðleikur getur verið brenglaður á marg- an hátt og jafnvel að mestu leyti tilbúinn (sbr. Forn- aldarsögur). Samt kynni það að vera fullmikið van- traust á ráðvendni hinna austfirzku sagnamanna, að 1) Gesta Danorum, Liber VIII.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.