Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 41

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 41
39 væna þá um að hafa búið til þau meginatriði Hrafn- kötlu, sem vér þegar höfum séð, að aldrei hafa getað gerzt. Það myndi varla koma heim við þær athugan- ir, sem gerðar hafa verið á norskum og íslenzkum sögnum frá seinni öldum, þar sem að vísu er nóg af rangminni og rangfærslum, viðaukum og skreytni, en þó að jafnaði einhver sögulegur kjarni í aðalatriðun- um. Samt væri varhugavert að neita slíkum mögu- leika fyrir fram. Einhver hlýtur að hafa búið það til, sem tilbúið er, og hví þá ekki eins maður, sem sagði sögu til skemmtunar, og hinn, sem ritaði? En jafnvel þó að reynt sé að taka þetta sjónarmið alveg út af fyrir sig og án þess að líta á neitt annað, sem kemur til greina, berast böndin miklu meir að söguritaran- um, og það einkum af tveimur ástæðum. Meðferð hans á efninu, hvernig sem hann hefur fengið það, sýnir gjörla, að hann hefur verið vitur maður. Ef hann hefði verið að endursegja munnlega frásögn eða frásagnir, sem hann hefði gert ráð fyrir, að væri að mestu leyti sannsögulegar, myndi dómgreind hans hafa verið meir á varðbergi og hann hafa slegið ein- hverja varnagla. Að minnsta kosti hefði hann átt að hafa einhvern snefil af, að öðruvísi væri sagt frá í Landnámu. Sjálft hikleysið í frásögninni bendir til þess, að hann hafi engar áhyggjur gert sér af sann- indum sögunnar. Það er eðlilegra hjá skáldi, sem tek- ur allt undir sjálfum sér, en skrásetjara, nema hann væri því einfaldari. Auk þess er það eðlilegra, að áhrif ritaðra heimilda, þótt eigi sé meiri en að framan er greint, sé komin beint úr bókum við ritun sögunnar heldur en með munnlega heimildarmenn sem milli- liði. Og í einu atriði, ættartölunni úr Islendingabók, er það alveg öruggt. Þó að jafnan muni verða erfitt að draga skýra markalínu milli þess efnis sagnanna, sem stafar frá munnlegum frásögum, og hins, sem eru umbætur, við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.