Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 47

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 47
45 hastarlegum breytingum á ytri kjörum og miklum umskiptum á skaplyndi, heldur líka gerð skýr grein fyrir örlögum og einkennum ýmissa annara manna. En sagan verður aldrei þurrt yfirlit, allt af virðist nóg ráðrúm til rækilegra lýsinga stærri og smærri at- burða. Lesandanum finnst hann í sögulokin hafa lif- að þetta allt saman, hefur jafnvel stundum verið hissa á, hversu nákvæmlega efnið er rakið og skýrt. Og þegar hann svo lítur á blaðsíðutöluna í sögulokin, trúir hann varla sínum eigin augum, að þetta skuli allt hafa rúmazt í svo lítilli bók. Vér skulum nú líta á þá tækni, sem beitt er í sög- unni til þess að ná þessum árangri. Og er þá bezt að víkja fyrst að því atriði í efnisvali, sem jafnan skiptir miklu máli í fornsögum vorum: hversu margir menn koma við hana og hver grein er gerð fyrir þeim. Mann- fræði sagnanna er, eins og allir vita, ásteytingarsteinn fyrir flesta nútímalesendur, villir þá og truflar, svo að þeir eiga bágt með að halda þræðinum eða höndla sögukjarnann. I Hrafnkötlu eru nefndar 25 persónur. Sjö af þeim koma aðeins fyrir í 1. kap., ættartala Haralds þár- fagra og Arnþrúður ambátt, sem koma söguþræðin- um ekkert við. Þau Þormóður Þjóstarsson og Þórdís Þórólfsdóttir eru líka nefnd aðeins til fróðleiks. Nauð- synlegt var að nefna föður Hrafnkels, konu hans og sonu (4 nöfn). Þá eru þeir Hallsteinssynir og Hrólfs- synir, sem nefndir eru meðal liðsmanna Hrafnkels í förinni eftir Eyvindi (4 nöfn). Þetta eru 17 nöfn, og ekkert annað en nöfnin tóm. Þá eru eftir 8 persónur (auk tveggja ónefndra aukapersóna, griðkonu og skósveins), sem verulega koma við söguna: Hrafnkell, Bjarni, Sámur, Eyvindur,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.