Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 51

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 51
49 né vitneskjan um atburðina sé á huldu. En það eru þó framar öllu öðru samtölin, sem farið er með á þann hátt, að vér lifum söguna og finnst þar vera sagt svo rækilega frá, þótt hún fjalli um svo mikið efni í ekki lengra máli. Hrafnkatla hefur hlutfallslega meira af samtölum en flestar aðrar íslendinga sögur,1) og persónurnar eru stundum svo langorðar, að fremur líkist ræðum en tilsvörum. Sáttaboð Hrafnkels við Þorbjörn eru 22 línur í samfellu, samtal Sáms og Þorkels á þinginu og viðræður þeirra við Þorgeir í búðinni nær 130 línur, raus griðkonunnar við Hrafnkel 12 línur, gerð Hrafn- kels við Sám 20 línur. Þegar þess er gætt, að sagan er alls 950 línur (í útgáfu Cawleys, sem hér er miðað við), sést, hversu mikið er í samtölin borið. Og þeim er þannig beitt, að vér hlustum 1 senn á meginatriði sögunnar gerast og kynnumst persónunum nægilega til þess að þögn þeirra á milli verði líka talandi (Ein- a.r segir ekkert, þegar hann missir Freyfaxa úr hönd- um sér, Hrafnkell ekki orð, þegar hann er sekur ger á alþingi). Lesandinn kemst svo inn í efnið, að hann fyllir ósjálfrátt upp í eyðurnar, þar sem fljótast er yfir sögu farið, og ,,fæst ei um, þótt hnúka skilji skörð“. Það er nákvæmlega sama tækni og í leikrit- um. Og Hrafnkatla hefur það líka sameiginlegt við hin beztu leikrit, að mannlýsingarnar sitja þar í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru. Um þær verður að ræða í sér- stökum kafla. En áður en að því atriði er horfið, verður að gera fáeinar athugasemdir um stíl sögunnar. Hann er yfir- leitt kjarnmikill, svo sem vænta mátti, þar sem miklu 1) Mér hefur talizt svo til, að þau sé um 42% af sögunni. Til samanburðar má nefna, að samtölin eru í Bandam. sögu 55%, Valla-Ljóts sögu 46—47%, Hænsa-Þóris sögu 39%, Gunnlaugs sögu 28%, Reykdælu 6—7%. Þessar tölur eru teknar eftir hinni ísl. útg. af riti Liestöls, Uppruna íslendinga sagna, 74. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.