Studia Islandica - 01.06.1940, Side 51

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 51
49 né vitneskjan um atburðina sé á huldu. En það eru þó framar öllu öðru samtölin, sem farið er með á þann hátt, að vér lifum söguna og finnst þar vera sagt svo rækilega frá, þótt hún fjalli um svo mikið efni í ekki lengra máli. Hrafnkatla hefur hlutfallslega meira af samtölum en flestar aðrar íslendinga sögur,1) og persónurnar eru stundum svo langorðar, að fremur líkist ræðum en tilsvörum. Sáttaboð Hrafnkels við Þorbjörn eru 22 línur í samfellu, samtal Sáms og Þorkels á þinginu og viðræður þeirra við Þorgeir í búðinni nær 130 línur, raus griðkonunnar við Hrafnkel 12 línur, gerð Hrafn- kels við Sám 20 línur. Þegar þess er gætt, að sagan er alls 950 línur (í útgáfu Cawleys, sem hér er miðað við), sést, hversu mikið er í samtölin borið. Og þeim er þannig beitt, að vér hlustum 1 senn á meginatriði sögunnar gerast og kynnumst persónunum nægilega til þess að þögn þeirra á milli verði líka talandi (Ein- a.r segir ekkert, þegar hann missir Freyfaxa úr hönd- um sér, Hrafnkell ekki orð, þegar hann er sekur ger á alþingi). Lesandinn kemst svo inn í efnið, að hann fyllir ósjálfrátt upp í eyðurnar, þar sem fljótast er yfir sögu farið, og ,,fæst ei um, þótt hnúka skilji skörð“. Það er nákvæmlega sama tækni og í leikrit- um. Og Hrafnkatla hefur það líka sameiginlegt við hin beztu leikrit, að mannlýsingarnar sitja þar í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru. Um þær verður að ræða í sér- stökum kafla. En áður en að því atriði er horfið, verður að gera fáeinar athugasemdir um stíl sögunnar. Hann er yfir- leitt kjarnmikill, svo sem vænta mátti, þar sem miklu 1) Mér hefur talizt svo til, að þau sé um 42% af sögunni. Til samanburðar má nefna, að samtölin eru í Bandam. sögu 55%, Valla-Ljóts sögu 46—47%, Hænsa-Þóris sögu 39%, Gunnlaugs sögu 28%, Reykdælu 6—7%. Þessar tölur eru teknar eftir hinni ísl. útg. af riti Liestöls, Uppruna íslendinga sagna, 74. 4

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.