Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 67

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 67
65 Það ætti að vera óþarfi að setja á langar ræður um það fyrir þá lesendur, sem nokkuð þekkja til þók- mennta, hvort slíkar mannlýsingar sem þessar sverja sig fremur í ætt til skáldskapar eða arfsagna. Walter Scott hefur ágætlega lýst þeim aðalmun, sem honum fannst vera á sannsögulegri frásögn og skáldlegu listaverki: „í lífinu kemur margt fyrir okkur, sem við getum ekki rakið til raunverulegra orsaka né uppruna, og ef við ættum að benda á skýrasta mis- muninn á sannri sögu og tilbúningi, mundum við segja, að sanna sagan væri óskýr, margræð og leynd- ardómsfull, þegar um dýpstu orsakir atburðanna er að ræða, en í skáldsögunni er skylda höfundarins að gera fulla grein fyrir orsökum atburða þeirra, er hann hefur sagt frá, — í stuttu máli: gera grein fyr- ir öllu“.1) Mannlýsingar Hrafnkötlu eru með afbrigð- um skýrar. Þó að höfundurinn trúi á örlögin, mótast hlutskipti aðalpersónanna jafnframt af eðli þeirra og skaplyndi. Atburðirnir spretta upp af mannlegum einkennum, svo að oft verður ekki greint að, hvað eru sköp og sjálfsköp. Persónurnar lifa sínu eigin lífi, þær eru ekki leikbrúður í hendi höfundar, sem laga sig einungis eftir gangi sögunnar, eins og í reyf- arasögum. En þær vaxa honum samt ekki yfir höfuð, svo að í þeim verði neitt óskýrt, torráðið eða ósam- kvæmt. Það er eins og hvert orð og atvik sé nákvæm- lega vegið og hnitmiðað eftir hagfræði listarinnar. Yfirsýn mannlegs þroska og djörfung í sálarlífsskýr- ingum fer langt fram úr hinum brotakenndu og ein- földu persónulýsingum þjóðsagna og munnmæla. Efn- ið, sem valið er til frásagnar, er takmarkað með svo glöggu listamannsauga, og því er svo haglega skip- að, að lesandanum finnst hann hafa lesið heila æfi- 1) Tilvitnunin eftir: Knut Liestöl, Uppruni íslendinga sagna, Reykjavík, 1937, 75.—76. bls. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.