Studia Islandica - 01.06.1940, Page 69

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 69
67 væri það gagnstætt heilbrigðri skynsemi og almennri reynslu, að hanga í trú á aukaatriðin, eftir að aðal- atriðin hafa brugðizt. Það væri svipuð vörn og að hætta að verja sjálfa múra víggirtrar borgar og ætla sér að veita viðnám í lélegum hjöllum innan þeirra. Ef vér t. d. hættum að trúa því, að Njálsbrenna hefði átt sér stað, yrði ekki álitlegt að halda því fram, að ýmislegt af því, sem sagt væri frá tildrögum og af- leiðingum brennunnar, kynni samt að hafa gerzt, — ,en í sambandi við aðra tilburði. Hitt munu nú orðið flestir fúsir að viðurkenna, að þótt brennan sé at- burður, sem engin ástæða er til þess að efa, þá sé ein- mitt flest af því, sem Njála segir um atvikin að henni, með öllu óáreiðanlegt. Þegar það hefur verið viður- kennt, að Hrafnkell og synir hans hafi verið til, en Króka-Refur ekki, þá er lítill munur á Hrafnkötlu og Króka-Refs sögu sem sögulegum heimildum, nema hvað Hrafnkatla er betri og raunsærri skáldskapur. Sagan vísar hvergi til munnlegra frásagna, ber þess heldur engin merki að vera runn- in frá munnmælum, erað samsetningu og efn- ismeðferð ólík þeim sögum, sem háðastar virðast al- þýðlegum sögnum. Það er gild ástæða til þess að halda, að höfundurinn hafi um sumt vísvitandi vik- ið frá heimildum, sem hann þekkti og hlaut að telja sannari, með öðrum orðum, að sannindi sögunnar hafi legið honum 1 léttu rúmi. Hrafnkatla ber að s..msetningu, frásagnarhætti og mannlýsingum öll einkenni ágætrar skáldsögu. Fyrir þá, sem vilja halda því fram, að hún sé mynduð í munnmælum, er ekki nema um tvo kosti að velja: annaðhvort að gera sig starblinda á listina í sögunni, hina frábæru tækni og hinn djarfa og djúpsæja skilning (efnisins, — eða að gerbreyta öllum þeim hugmyndum, sem menn hafa um þjóðsagnir og hver takmörk þeim eru sett, um sálarlíf og sálarfræði alþýðu manna. Til þess að fá 5*

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.