Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 76

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 76
74 givenheder i alt væsentligt er rigtige, er der ingen grund til at betvivle; de lid.er ikke af nogen indre usandsynlighed i og for sig".1) Ætli Hrafnkatla stæðist ekki sæmilega prófið, ef hún væri dæmd ,,út af fyrir sig“, án samanburðar við aðrar heimildir? Myndi hún ekki að öllu samanlögðu vera talsvert sennilegri og raunsærri en Gunnlaugs saga? Þó að undarlegt kunni að virðast, hefur það fram til þessa verið heldur óþokkasælt verk á íslandi, og jafnvel hjá ýmsum erlendum fræðimönnum, að bera brigður á ,,sannfræði“ Islendinga sagna. En eg held, að það sé misskilningur að amast við slíkum rann- sóknum, ef þær eru gerðar með gætni og fara ekki út yfir takmörk þess, sem ræða má með nokkurum rök- um. Það eru einkum tvö atriði, sem andstæðingar þess- ara rannsókna hafa í huga. Annað er það, sem mætti kalla heimilda-sjónar- miðið. Ef vér hættum að treysta því, að öll aðalatriði í sögunum sé runnin af arfsögnum og þessar arfsagnir sé yfirleitt áreiðanlegar, þá verðum vér um leið að viðurkenna, að vér vitum minna en vér höfum haldið um viðburði, menningu og hugsunarhátt á söguöld- inni, og líka minna um þá menningu, sem er á milli sögualdar og ritunartíma sagnanna og á að hafa bor- ið svo glæsilega ávöxtu í geymd fornra minninga og snilld í meðferð þeirra. En ef menn eru í raun og veru að leita öruggra heimilda um söguöldina, þá er vant að sjá, hverju þeir eru bættari með því að vilja ekki horfast í augu við veruleikann, leita að veilunum ekki síður en hinu traustara. Þeir, sem öllu vilja trúa, leggja vopnin beint upp í hendur hinum, sem öllu vilja neita. Ari Þorgilsson talar um heimildarmenn, 1) Litt. hist. II, 415; leturbreytingin er mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.