Studia Islandica - 01.06.1940, Side 76

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 76
74 givenheder i alt væsentligt er rigtige, er der ingen grund til at betvivle; de lid.er ikke af nogen indre usandsynlighed i og for sig".1) Ætli Hrafnkatla stæðist ekki sæmilega prófið, ef hún væri dæmd ,,út af fyrir sig“, án samanburðar við aðrar heimildir? Myndi hún ekki að öllu samanlögðu vera talsvert sennilegri og raunsærri en Gunnlaugs saga? Þó að undarlegt kunni að virðast, hefur það fram til þessa verið heldur óþokkasælt verk á íslandi, og jafnvel hjá ýmsum erlendum fræðimönnum, að bera brigður á ,,sannfræði“ Islendinga sagna. En eg held, að það sé misskilningur að amast við slíkum rann- sóknum, ef þær eru gerðar með gætni og fara ekki út yfir takmörk þess, sem ræða má með nokkurum rök- um. Það eru einkum tvö atriði, sem andstæðingar þess- ara rannsókna hafa í huga. Annað er það, sem mætti kalla heimilda-sjónar- miðið. Ef vér hættum að treysta því, að öll aðalatriði í sögunum sé runnin af arfsögnum og þessar arfsagnir sé yfirleitt áreiðanlegar, þá verðum vér um leið að viðurkenna, að vér vitum minna en vér höfum haldið um viðburði, menningu og hugsunarhátt á söguöld- inni, og líka minna um þá menningu, sem er á milli sögualdar og ritunartíma sagnanna og á að hafa bor- ið svo glæsilega ávöxtu í geymd fornra minninga og snilld í meðferð þeirra. En ef menn eru í raun og veru að leita öruggra heimilda um söguöldina, þá er vant að sjá, hverju þeir eru bættari með því að vilja ekki horfast í augu við veruleikann, leita að veilunum ekki síður en hinu traustara. Þeir, sem öllu vilja trúa, leggja vopnin beint upp í hendur hinum, sem öllu vilja neita. Ari Þorgilsson talar um heimildarmenn, 1) Litt. hist. II, 415; leturbreytingin er mín.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.