Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 77

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 77
75 sem hann kallar óljúgfróða og ólygna. Hann virðist hafa vitað, að til voru þeir, sem hvorki voru sann- fróðir né vandir að meðferð þess, ,er þeir höfðu heyrt. ,,Trúa því margir, er logit er, en tortryggja þat satt er“, segir höfundur Hrafns sögu. Einmitt þetta tvennt getur leitt hvort af öðru. Vér verðum eftir því, sem kostur er á, að greina hið ósanna frá, ef vér viljum ekki missa það, sem sannara reynist, úr greipunum. — Og íslenzk fornmenning missir einskis í, þó að vér neyðumst til þess að eigna höfundum frá 13. öld margt af því, sem áður hefur verið þakkað sagnamönnum 11. og 12. aldar. Hitt sjónarmiðið á ekki neitt skylt við vísindalegan áhuga, heldur annars konar tilfinningar. Það er að öðru jöfnu skemmtilegra að lesa sanna sögu en til- búna. Hin meistaralega frásögn Grettlu um viðureign Grettis við Glám verður enn áhrifameiri, ef vér trúum ekki einungis á drauga, heldur trúum því líka, að Grettir hafi fengizt við þennan tilgreinda draug — og svo magnaðan sem sagan segir. Það er metnaðarmál fyrir ýmsa, að Islendingar hinir fornu hafi skarað svo fram úr öðrum mönnum sem sögurnar herma: að unglingurinn Björn Arngeirsson hafi fellt Kaldimar kappa, Egill Skalla-Grímsson átt drýgstan þátt í að vinna orustuna á Vínheiði o. s. frv. En eru ekki af- rek Egils á Vínheiði lítils verð í samanburði við margt annað, sem vér getum vitað um hann með meiri vissu, ef vér kunnum að lesa vísur hans og kvæði með sæmi- legum skilningi? Og lýsing söguhöfundarins á Agli er andlegt þrekvirki, þótt henni sé ekki sporðrennt sem bláberum sögulegum sannindum. Eða myndi það ekki í rauninni vera heldur léleg skipti að fá skilorða „æfiminningu“ Grettis heitins Ásmundarsonar í stað Grettis sögu? Sannindi geta verið með ýmsu móti, og sannleikurinn um lífið sjálft liggur oft ljósara fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.