Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 80

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 80
78 legar. Og þá er betra að fara í bráðina heldur feti of skammt en feti of langt í efasemdunum. í formálum Fornritanna hefur til þessa verið tekið miklu meira tillit til hinna gömlu skoðana á sögunum, — skoðana almennings á íslandi og þeirra fræðimanna, sem leggja megináherzlu á arfsagnirnar, — heldur en sjónarmiðs hinna „krítisku" sagnfræðinga. Þetta ,er ekki nema eðlilegt. Vér, sem að þessum útgáfum stöndum, erum aldir upp í hinni eldri skoðun, mál- fræðingar og ritskýrendur, en ekki sagnfræðingar. Útgáfurnar eru fyrst og fremst gerðar handa íslenzk- um almenningi og verða því að hafa hliðsjón af skoð- unarhætti hans. Og í þessum anda er meginið af öllu því, sem fram að þessu hefur verið ritað um sögurn- ar. Samhenginu við allar þær rannsóknir var varhuga- vert að slíta. Afleiðingarnar af þessari íhaldssömu varúð hafa verið með tvennu móti: Útgefendur Forn- ritanna hafa enn sem komið er yfirleitt gert of mikið úr þætti munnmælanna í ,efni íslendinga sagna og hinu sögulega gildi þeirra. Höfundum sagnanna hef- ur ekki verið eignað meira en minnst varð komizt af með. — f öðru lagi hefur hlutfallslega verið allt of mikið af fornfræði í þessum útgáfum og önnur og frjórri viðfangsefni verið látin sitja á hakanum. En hinni gömlu fornfræði verður ekki útrýmt nema með annari skárri. Það er eins konar samveikislækning r similia similibus. Hér er á þessu stigi málsins um það að ræða að fá viðurkenndan réttinn til þess að beina athyglinni að hinum lifandi kjarna sagnanna, leysa þær úr álagaviðjum rótgróinna hleypidóma. Það má kalla þetta krókaleið. Eg lít á það sem millibilsástand í sögurannsóknunum, áfanga, sem varhugavert sé að hlaupa yfir. Krókur er stundum betri en kelda, og kemst, þó að seint fari. Önnur takmörk eru fram undan: að skipa fornsögunum á réttara stað í þroska- ferli þjóðarinnar, — að gera sér sem ljósasta grein
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.