Studia Islandica - 01.06.1983, Page 122

Studia Islandica - 01.06.1983, Page 122
120 ur); styttri yfirlit: Ström 1958, Mogk 1918. í bók Sluijters (1936) er draugatrú fornritanna borin saman við nútímaþjóðtrú. Þess skal getið um bók Dehmers, að hann sleppir mörgum yngstu Islendingasögunum og flestöllum Islendingaþáttunum. 10) Unwerth (1911, 48) heldur því fram, að samband sóttar og dauða við hina framliðnu í fornritunum sýni að hinir heiðnu Norðurlandabúar hafi haft svipaða trú og Lappar: „alle Krank- heit, vomehmlich die tödliche, sei von den Toten veranlasst.“ Þessi trú hefur a.m.k. ekki verið jafnútbreidd og algild í heiðni og meðal Lappa, og margar aðrar sjúkdómsorsakir vom til, svo sem galdur. 11) 1 Reykdæla sögu (212-213) er frásögn sem minnir á Fróðár- undraþátt. Hallur fær Þorkatli sverðið Skefilsnaut til hólmgöngu, og tók það úr kumli Skefils. Eftir hólmgönguna vill Hallur ekki skila sverðinu í kumlið, „kvað þat fjarri skulu fara, at engi maðr skuli njóta svá góðs gripar". En Þorkell réð því, að sverðinu var skilað. Nóttina eftir bar Þorkatli Skefil i drauma. Þakkaði Skefill honum fyrir skilin og sagði: „En ef þú hefðir eigi viljat, at aptr hefði verit borit sverðit, þá myndir þú hafa goldit þess í nQkk- uru.“ Gaf Skefill honum sverðið, „því at ek þarf þess nú ekki, en þú ert svá vaskr maðr, at ek ann þér allvel at njóta.“ 12) Trú á nornir er með lífseigustu þjóðtrú. Miðaldra og þaðan af eldri konur, sem litt blanda geði við aðra, hafa allt fram á þenn- an dag átt á hættu að vera taldar nomir. (Röhrich 1966, 16). 1 ættasamfélaginu forna gætu margar konur sem áttu bam í lausaleik hafa fyllt þennan flokk. (Dehmer 1927, 102). 13) Eitt atriði í útlitslýsingu Þórgunnu er sérstakrar athygli vert. Þórgunna var „mjóeyg“, þ.e. mjótt milli augnanna á henni. (E 139). Það hefur verið talið merki þess, að menn væm nískir. (Sjá t.d. Jónas Jónasson 1934, 279). Er ekki óhugsandi, að svo hafi einnig verið á ritunartíma Eyrbyggju, enda er eftir atvik- um auðskilið og eðlilegt að hjátrúin tengdi þetta tvennt. Þessi hjátrú er þó ekki í lyndislestrarritgerðinni í Alfræði íslenzkri (III, 91-105), og orðið mun ekki koma viðar fyrir. (Fritzner). 14) Nafnið „Þórgunna“ er sjaldgæft hér að fomu. Lind (1905-15) nefnir Þórgunni eða Þórgunnu, fóstm Þorsteins uxafóts, en hún gæti verið uppdiktuð. Einnig nefnir hann Þórgunnu Véseta- dóttur á Eorgundarhólmi, sem á með Áka Pálna-Tókasyni Vagn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.