Rit Mógilsár - 2013, Side 58

Rit Mógilsár - 2013, Side 58
 58 Rit Mógilsár 27/2012 Útdráttur Greinin fjallar um niðurstöður mæl- inga á 11 klónatilraunum með alls 46 klónum af alaskaösp, sem voru lagðar út á árunum 1992, 1993 og 1995. Mælingar þær sem hér eru gerð skil fóru fram á árunum 2005, 2006 og 2010. Niðurstöðurnar sýna mikinn mun á vexti eftir tilrauna- stöðum. Almennt má segja að vöxtur er hraðari á Suðurlandi en í öðrum landshlutum. Við því var að búast vegna hærri meðalhita og lengra sumars á Suðurlandi. Þó er líklegt að í sumum tilvikum skýrist munurinn einnig af mismun á jarðvegsgerðum, en allar sunnlensku tilraunirnar eru á frjósömu landi. Klónamunur er tals- verður eftir landshlutum, einkum hvað varðar lifun. Eins og búast mátti við standa klónar sem upprunnir eru á suðurströnd Alaska sig almennt vel á Suðurlandi hvað vöxt varðar. Margir þeirra eru þó ekki með góða lifun, líklega vegna haustkals. Í innsveitum á Suðurlandi sýna margir klónar frá Kenai-skaga bæði góða lifun og mikinn vöxt. Í öðrum landshlutum standa margir suðlægir klónar sig ágætlega ásamt Kenai klónunum. Inngangur Áhugi hefur aukist á notkun alaska- aspar (Populus balsamifera spp. trichocarpa (T. & G.) Brayshaw) í skógrækt hérlendis sem hefur kallað á auknar rannsóknir á þeim efniviði sem nú þegar er til í landinu. Sá efniviður sem hefur verið í notkun hér er upprunalega frá suðurströnd Alaska og ekki síst frá Kenaiskaga og svæðum þar í grennd. Áhugi á notkun alaskaaspar í skógrækt jókst verulega upp úr 1990 á meðal skógræktarmanna og stjórnvalda, og á síðustu árum hefur ræktun hennar stóraukist. Landshlutabundin skóg- ræktarverkefni voru stofnuð og skógrækt og skjólbeltarækt á jörðum bænda var efld um allt land. Jafn- framt varð ljóst að þekkingu skorti á því hvaða asparklónar hentuðu best við ólík skilyrði í mismunandi lands- hlutum. Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá réðst því í að leggja út klónatilraunir á 30 stöðum á landinu. Markmið verkefnisins var að:  auðvelda val asparklóna fyrir hvern landshluta, með því að finna þá klóna sem lifa vel, vaxa hratt og eru lausir að mestu við veðurfarsskemmdir og sjúkdóma,  meta samspil klóna og umhverfis; m.ö.o. hvor klónaval fyrir eitt hérað skuli vera frábrugðið klóna- vali í öðrum landshlutum,  afmarka fýsileg ræktunarskilyrði einstakra asparklóna, og renna með því stoðum undir almennt mat á skógræktarskilyrðum, ekki aðeins fyrir alaskaösp, heldur einnig fyrir aðrar trjátegundir (Aðalsteinn Sigurgeirsson 2001). Nokkrar tilraunir hafa verið af- skrifaðar vegna lélegrar lifunar, en vel heppnaðar tilraunir hafa verið mældar nokkrum sinnum. Á árunum 2005 og 2006 var gerð heildarúttekt á asparklónatilraununum en haustið 2010 voru tvær af tilraununum Klónatilraunir á alaskaösp Helga Ösp Jónsdóttir1,2, Halldór Sverrisson1,3 og Aðalsteinn Sigurgeirsson1 1Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; 2Matvælastofnun; 3Landbúnaðarháskóli Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.