Rit Mógilsár - 2014, Síða 6

Rit Mógilsár - 2014, Síða 6
6 Rit Mógilsár 31/2014 Útdráttur Skógrækt er háð ýmsum takmörkunum, sem sumar eru til komnar án þess að sýnt hafi verið fram á nauðsyn þeirra. Þá hefur verið tilhneiging til að auka ákvörðunarvald Skipulagsstofnunar og sérstaklega sveitar- félaga yfir skógræktarframkvæmdum án þess að sveitarfélög hafi óskað eftir því eða séu í stakk búin til að sinna því valdi með góðri stjórnsýslu. Eigi það að verða almenn regla að skógrækt sé háð framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarfélags þurfa sveitarfélög að koma sér upp skilvirkri stjórnsýslu til að fást við framkvæmdaleyfisveitingu. Lagt er til að sú stjórnsýsla felist eingöngu í því að ganga úr skugga um að fyrirhuguð skógrækt stangist ekki á við annað í aðalskipulags- áætlun sveitarfélagsins. Inngangur Nýting samfélagsins á endurnýjanlegum auðlindum á borð við skóg eða fisk er vand- meðfarin. Annars vegar þarf að tryggja eðli- lega nýtingu auðlindarinnar til að uppfylla þarfir samfélagsins, t.d. með því að skógar- eigendur og útgerðir sjái sér hag í nýtingunni. Hins vegar þarf að tryggja að nýtingin leiði hvorki til varanlegrar rýrnunar auðlindar- innar né annarra óviðunandi áhrifa á sam- félag eða umhverfi. Auðlindanýting Til að tryggja nýtingu auðlindar er mikilvægt að nýtingarréttur, t.d. eignarhald á skógi, sé öruggur til langs tíma svo hægt sé að fjárfesta í þekkingu, ræktun og búnaði. Í eignarrétti felast ákveðin yfirráð og möguleikar til ákvarð ana sem virka hvetjandi á eigandann til að nýta auðlindina. Einnig eru lagalegar takmarkanir á yfirráðarétti eigenda, bæði Meðferð sveitarfélaga á framkvæmdaleyfi til skógræktar Þröstur Eysteinsson Skógrækt ríkisins throstur@skogur.is í þágu tiltekinna þarfa samfélagsins og til verndar auðlindinni og umhverfinu. Eignar- haldi á skógi á Íslandi fylgir t.d. ekki réttur til að útiloka að fólk megi fá sér göngutúr í skóg- inum (sbr. náttúruverndarlög nr. 44/1999) og ekki heldur að rjóðurfella megi skóginn án leyfis (sbr. skógræktarlög nr. 3/1955). Verði slíkar takmarkanir á yfirráðum eigandans hins vegar of kostnaðarsamar eða á annan hátt erfiðar er hætta á því að þær vegi þyngra en hvatningin sem eignarhaldinu fylgir. Þungt regluverk getur m.ö.o. takmarkað gildi eignarréttarins að því marki að auðlindin verði ekki nýtt. Í Svíþjóð er skógur eins og fiskistofnar eru við Ísland; undirstaða stórs hluta iðnaðar, atvinnu og útflutningstekna þjóðarinnar. Þar er því mjög mikilvægt að skógarauðlindin sé nýtt á skynsaman og sjálfbæran hátt, sem hefur þó ekki alltaf verið raunin (Ingemarson og Nylund 2013). Reynslan þar sýnir að ótryggt eignarhald á skógi getur ýmist leitt til of- eða vannýtingar. Eignar hald verður ótryggt, ýmist þegar yfirvöld beita sér á geðþóttalegan hátt eða þegar þau taka sér mikil völd með lögum og reglugerðum. Þannig leiddi geðþóttalegt ofurvald léns herra til skógareyðingar í Svíþjóð á 18. og 19. öld en íþyngjandi lagaumhverfi til van nýtingar auðlindarinnar seint á 20. öld. Í þeirri stöðu fluttust störf í skógariðnaði frá Svíþjóð og skógariðnaðurinn fjárfesti í auknum mæli í úrvinnsluiðnaði erlendis frekar en í heima- landinu, þ.e. í löndum þar sem regluverkið var frjálslegra. Þannig stuðluðu strangar reglur um vernd skóga í einu landi hugsan- lega að ósjálfbærri meðferð skóga í öðru. Hæfileg blanda af öryggi, hvatningu og kvöðum er það sem þarf til að nýting
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.