Rit Mógilsár - 2014, Síða 14

Rit Mógilsár - 2014, Síða 14
14 Rit Mógilsár 31/2014 koma um skógrækt við gerð skipulags- áætlana sveitarfélaga og hvernig máls- meðferð skyldi háttað ef skógrækt eða skógareyðing félli undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Sérstaklega voru leiðbein- ingarnar hugsaðar fyrir skipulagsnefndir sveitarfélaga, skipulagshönnuði og þá er vinna að gerð ræktunaráætlana fyrir LSV. Leiðbeiningarnar um skógrækt í skipulags- áætlunum sveitarfélaga komu út haustið 2008 og hafa því verið í notkun í tæp sex ár. Flest sveitarfélög á landinu fjalla nú um skógrækt í aðalskipulagi sínu sem mögu- legan landnýtingarkost en eðli málsins samkvæmt með mismunandi áherslum. Leiðbeiningar um skógrækt í skipulagi sveitarfélaga • Leiðbeiningarnar hafa mótað vinnu- reglur um hvernig brugðist skuli við skógareyðingu þegar hennar er óskað og um mótvægisaðgerðir í samræmi við lög um skógrækt, nr. 3/1955. • Á sex ára tímabili hefur verið fjallað um 55 mál þar sem skipulagsáætlanir hafa gert ráð fyrir skógareyðingu á samtals 154 ha lands. Nokkur þessara mála eru í biðstöðu. Öðrum málum er lokið með samkomulagi milli Skógræktar ríkisins og framkvæmdaraðila um mótvægis- aðgerðir í samræmi við lög um skógrækt, nr. 3/1955. • Veittar hafa verið um 170 umsagnir og tillögur um nýskógrækt í aðal- og deiliskipulagi sveitarfélaga. • Í leiðbeiningunum um skógrækt í skipu- lagsáætlunum sveitarfélaga er lagt til að fari skógareyðing yfir 0,5 ha, beri að líta svo á að eyðingin sé tilkynningarskyld til mats á umhverfisáhrifum. • Í leiðbeiningunum eru reglur varðandi tilkynningarskyldu skógræktar til mats á umhverfisáhrifum skilgreindar og skýrðar og málsmeðferðin sem slík mál hljóta hjá Skipulagsstofnun. • Leiðbeiningarar eiga að vera leiðbeinandi um gerð ræktunaráætlana. Þær vísa til aðferða sem ætlað er að tryggja aðlögun skóga að umhverfi og skilgreina meðferð fornleifa innan skógræktarsvæða. • Leiðbeiningarnar hafa uppfyllt þær væntingar sem fram komu á sínum tíma. Þær tryggja aðkomu og umfjöllun almennings að málum sem tengjast skógrækt sem landnýtingu í aðalskipulagi sveitarfélaga. • Leiðbeiningarnar staðfesta aðkomu sveitar félaga að skipulagi skógræktar. Samstarf og reynsla Reynslan sem fengist hefur af leiðbeiningum um skógrækt í skipulagi sveitarfélaga hefur verið með ýmsu móti. Á stundum hefur verið erfitt að koma á framfæri faglegum sjónarmiðum um uppbyggingu skógar- auðlindar í einstaka sveitarfélögum. Í greinar- gerðum aðalskipulags hefur mátt finna íþyngjandi og þversagnakenndar hugmyndir sveitarstjórna um skógrækt og orðalag sem bendir til þekkingarskorts. Orðalag, s.s. „bannað er“, „varast skal“, „ekki má planta“, „leyfi þarf“ hefur einkennt texta í tillögu að greinargerðum aðalskipulags nokkurra sveitarfélaga. Í sömu greinargerðum hefur síðan verið sagt að stuðla skuli að skógrækt í sveitarfélaginu og þátttöku landeigenda í atvinnuskapandi landshlutaverkefnum í skógrækt. Skógrækt ríkisins vekur ávallt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.