Rit Mógilsár - 2014, Síða 18

Rit Mógilsár - 2014, Síða 18
18 Rit Mógilsár 31/2014 Skipulag skóga með tilliti til skógarafurða og nýtingarmöguleika þeirra Útdráttur Hér á landi er ekki mikil hefð fyrir nýtingu skógarafurða en vaxandi áhugi er fyrir slíkri nýtingu. Skógarafurðir aðrar en timbur eru t.d. sveppir, afurðir af og úr trjám, jurtir og ber í undirgróðri skóganna og afurðir dýra, svo sem hunang. Mikið af góðum og verð- mætum matsveppum vex í skógum landsins og markaður fyrir sveppi virðist vera góður hér. Afurðir trjáa geta til að mynda verið jóla- tré, greinar og könglar til skreytinga, birkisafi, lauf og börkur trjáa. Berjarunna er víða hægt að gróðursetja í skógarjaðra og auka þannig verulega tekjur af skóginum með því að tína ber og selja eða nota til heimilis. Einnig eru jurtir í skóginum nýtilegar á margan hátt sem lækningajurtir eða til matar eða litunar. Beit í skógi telst einnig til skógarnytja og getur skipt miklu máli fyrir búfénað með tilliti til skjóls. Býflugur sækja í runna og blóm- jurtir í skóginum og gefa af sér verðmætt hunang. Framleiðendur, sem framleiða mat- vörur úr skógum landsins, verða að vera með starfsleyfi til að tryggja hag neytenda. Miklir möguleikar eru fram undan við að nýta betur afurðir skóganna og koma þeim á markað en ekki er ástæða til að ætla annað en að afurðum skóganna yrði vel tekið hjá neytendum á Íslandi. Inngangur Afurðir úr náttúrunni eru í brennidepli um þessar mundir í tveimur verkefnum sem Matís ohf. tekur þátt í. Verkefnið Lífhagkerfi á norðurslóðum eða Arctic Bioeconomy (Norræna ráðherraráðið, á.á.) miðar að því að auka verðmætasköpun og nýtingu líffræði- legra auðlinda á norðlægum slóðum með því að kortleggja möguleika og ógnanir við matvælaöryggi og hvernig hægt er að nýta betur líffræðilegar auðlindir norðursins. Matís ohf. stýrir þessu þriggja ára verkefni fyrir Íslands hönd í tengslum við formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu. Hugtakið lífhagkerfi er notað um allar lífauðlindir, sam- spil þeirra og áhrif á efnahagslega og félags- lega þætti ásamt umhverfi auðlindanna og leitast við að hámarka ávinning auðlinda á sjálfbæran hátt. Lífauðlindir eru, eins og nafnið gefur til kynna, þær auðlindir sem byggjast á nýtingu lífmassa svo sem fiskeldi, skógrækt, landbúnaður og hvers konar veiði. Aukin og bætt nýting þessara auðlinda getur skipt sköpum fyrir afkomu þeirra sem stunda atvinnu í þessum greinum og aukið verulega möguleika í vöruþróun og nýjungum í þeim atvinnugreinum sem byggjast á nýtingu líf- massa. Einnig býður betri nýting lífauðlinda upp á aukna matvælaframleiðslu og sjálf- bæra nýtingu endurnýjanlegra auðlinda sem getur skipt sköpum í matvælaframleiðslu heimsins. Matís er einnig þátttakandi í evrópsku verkefni sem miðar að því að afla upplýsinga um nýtingu afurða úr skógum, annarra en timburs, hér eftir nefndar skógarafurðir (COST Action FP1203, 2014). Í þessu verkefni er unnið að öflun upplýsinga um skógar- afurðir úr skógum Evrópu, nýtingu þeirra og framtíðarmöguleika. Alls taka 26 lönd þátt í verkefninu og stendur það til 2017. Cost FP1203 verkefnið flokkar skógarafurðir í fjóra flokka eftir uppruna þeirra í skóginum, en þeir eru: 1. Sveppir 2. Afurðir af og úr trjám 3. Undirgróður skóganna 4. Dýr í skóginum Lilja Magnúsdóttir* og Sigrún Elsa Smáradóttir Matís ohf. *liljam@matis.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.