Rit Mógilsár - 2014, Síða 27
Rit Mógilsár 31/2014 27
Hin almenna stefna aðalskipulagsins um
skógrækt í sveitarfélaginu yrði höfð að leiðar-
ljósi og útfærð nánar við gerð ræktunar-
áætlunar fyrir einstök skógræktarverkefni. Til
þess að tryggja vernd náttúrulegs birki skógar
eða trjágróðurs, sem talið er nauðsynlegt að
vernda, er hægt að skilgreina hverfisvernd
á viðkomandi svæði (skipulagsreglugerð
nr. 90/2013). Reglur hverfisverndar um
umgengni og mannvirkjagerð ættu að koma
í veg fyrir óþarfa rask á svæðinu. Gera þarf
grein fyrir hvert sé viðfangsefni verndunar-
innar, hvaða landnotkun sé fyrirhuguð á
hverfisverndarsvæðinu og hvernig hún
falli að reglunum sem gilda á hverju svæði
fyrir sig. Ef staðfest hverfisvernd gildir um
svæðið samkvæmt aðalskipulagi þarf að
deiliskipuleggja það, jafnvel þótt hverfis-
verndarákvæði heimili skógrækt.
Almennt er nytjaskógrækt skilgreind sem
landbúnaður í aðalskipulagi og fellur því undir
landnotkun á landbúnaðarsvæðum. Í 4.3.1.
gr. skipulags reglugerðar
nr. 90/2013 er m.a.
kveðið á um að gera skuli
sérstaklega grein fyrir
skógrækt og landgræðslu
innan landbúnaðar-
svæða. Í lögum um
landshlutaverk efni í
skóg rækt (nr. 95/2006)
og lögum um skógrækt
(nr. 3/1955) er fjallað um
nytja skógrækt í búskap
bænda og jarðeigenda.
Í Borgarbyggð liggja ekki
fyrir heildstæðar upp-
lýsingar um afmörkun
núverandi og framtíðar
skógræktarsvæða en skylda er að gera
skógræktaráætlanir þar sem nýræktun
skóga er fyrirhuguð (Aðalskipulag Borgar-
byggðar 2010-2022). Skulu þær vera í sam-
ræmi við skipulagsáætlanir og taka mið af
náttúrufari, sjónrænum áhrifum og varð-
veislu menningarminja. Sýnt hefur verið
fram á að hluti Borgarbyggðar er veður-
farslega mjög vel fallinn til skógræktar (Borg-
firsk náttúrustofa 1995/ Haukur Ragnarsson,
1977, skógræktarskilyrði á Íslandi) og í aðal-
skipulagi Borgarbyggðar er lögð áhersla á að
skógrækt geti dafnað sem atvinnuvegur eða
sem aukabúgrein. Heildstæðar upplýsingar
um ríkisstyrkta nytjaskógrækt í Borgarbyggð
er að finna hjá Vesturlandsskógum, en búið
er að gera samninga við um 50 landeig-
endur í sveitarfélaginu um skógræktar-
áætlanir, alls um 4.760 hektara lands. Áður
en gengið er frá ræktunaráætlun vegna
skógræktar er jafnframt haft samráð við
Náttúru stofu Vesturlands og minjavörð