Rit Mógilsár - 2014, Side 33

Rit Mógilsár - 2014, Side 33
Rit Mógilsár 31/2014 33 innar er fjallað um hvern og einn borgarhluta þar sem sérstöðu þeirra er lýst. Sett eru fram kort fyrir hvern borgarhluta með núverandi og mögulegum skógræktarsvæðum. Fjallað er um markmið og leiðir, og hvaða leiðir er hægt að fara til að framfylgja settum mark- miðum. Skógræktarstefnan er verkfæri sem sveitar- félagið getur nýtt sér til að setja sér markmið í skógræktarmálum, hvetja til skógræktar og fjalla um skógrækt á málefnalegan og um leið vísindalegan hátt. Aðferðafræðin Ein aðferð til að greina skógræktarmögu- leika innan hvers sveitarfélags, er að vinna forsendu greiningu út frá tiltækum gögnum (Malczewski, J. 2006). Til grundvallar mati á mögulegum skógræktar svæðum var notuð landfræðileg greining á skógræktarskilyrðum sem unnin var upp úr hitafarslíkani Veðurstofu Íslands (Bjornsson o.fl. 2007). Útbreiðslumörk rauðgrenis eru notuð til að afmarka góð skógræktarskilyrði, en til að þeim skilyrðum sé náð þarf meðalhiti sumars að vera yfir 9,7 °C. Þessi mörk gefa til kynna góð skógræktar skilyrði fyrir margar af þeim 2. mynd. Forsendugreining sem sýnir hvaða forsendur liggja að baki mögulegum skógræktarsvæðum.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.