Rit Mógilsár - 2014, Síða 37

Rit Mógilsár - 2014, Síða 37
Rit Mógilsár 31/2014 37 Stefnumótun um ræktun götutrjáa og val á tegundum Útdráttur Hér verður tæpt á helstu atriðum úr skýrslunni „Tillaga að stefnumótun um ræktun götu trjáa í þéttbýli og val á tegundum“. Fyrst verður litið á þær aðstæður sem einkenna borgarumhverfið og þá sérstaklega hvað varðar ræktun götutrjáa. Fjallað verður um hvað þarf að hafa í huga við val á tegundum, hvaða tegundir mætti helst nota og í lokin eru reifuð nokkur grundvallaratriði sem skipta máli til að vel takist til við ræktun götutrjáa í erfiðu götuumhverfi, svo sem plöntugerðir og gæði, um rótarvænt burðarlag og vökvun. Í skýrslunni var stutt yfirlit um sögu ræktunar götutrjáa í Reykjavík en því er sleppt hér. Skýrsluna má nálgast á heimasíðu Yndisgróðurs http://yndisgrodur.lbhi.is/. Inngangur „Hrörnar þöll sú er stendur þorpi á“ segir í Hávamálum. Líf trjáa í borgum er hættuspil. Borgartré lifa oft við erfiðar aðstæður, mengun, salt af götum, lítið rótarrými og þeim stendur stöðug hætta af skemmdar- vörgum, bílum, byggingarframkvæmdum og misviturlegum stjórnsýsluákvörðunum. Veturinn 2010-2011 tók greinarhöfundur saman skýrslu fyrir Reykjavíkurborg í kjölfar ákvörðunar borgarstjórnar að fella skyldi alaskaaspir í miðbæ Reykjavíkur og planta öðru í staðinn. Skýrslan var síðar birt á vegum Yndisgróðurs undir heitinu „Tillaga að stefnumótun um ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum“ (Samson Bjarnar Harðarson, 2012). Fyrrverandi borgarstjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, hefur mikinn áhuga á trjárækt og hefur sýnt það í verki, m.a staðið fyrir gróðursetningu aldintrjáa í borginni. Í pistli sem borgarstjóri skrifaði 22. apríl 2010 segir hann: „Besti flokkurinn vill fækka öspunum í miðbænum og planta í staðinn fallegum trjám sem eiga sér lengri hefð í Reykjavík og henta líka betur inní borg en ösp. Það er til svo mikið af fallegum trjám sem dafna vel á Íslandi. Garðahlynur er eitt fallegasta tré á Íslandi. Hlynurinn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu er eitt þekktasta tré landsins. Hann er miklu fallegri en ösp. Hann væri til dæmis mjög flottur eftir endilangri Sóleyjargötunni þar sem búið er að plompa niður helling af forljótum öspum. Og svo er það íslenska birkið. Besti flokkurinn vill sjá meira birki í miðbænum. Allir í Besta flokknum elska birki af því að það er svo íslenskt og fallegt og svo er svo góð lykt af því. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera í trjárækt í Reykjavík. Möguleikarnir eru óendanlegir. Það er til fjöldi fallegra trjátegunda sem hægt væri að skreyta borgina með.“ (Jón Gnarr, 2010). Þarna er sérstaklega nefndur á nafn garðahlynur og líka birki. Í greinargerð með tillögu borgarstjórnar var jafnframt minnst á aðrar tegundir eins og reynivið, gráreyni, silfurreyni, lerki og blæösp (Reykjavíkurborg, 2011) . Nú er spurningin, hvaða tegundir henta sem götutré og eru tegundirnar sem borgarstjóri nefnir vænlegar? Um umhverfi borgartrjáa og markmið með ræktun þeirra Vaxtarskilyrði trjáa innan borga eru marg- breytileg, bæði með tilliti til jarðvegs, Samson Bjarnar Harðarson Landbúnaðarháskóla Íslands samson@lbhi.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.