Rit Mógilsár - 2014, Page 39

Rit Mógilsár - 2014, Page 39
Rit Mógilsár 31/2014 39 sérhönnuðum svæðum í götum og torgum, eins konar „vasaskógum“. Eitt vel valið tré á réttum stað getur haft meiri áhrif á umhverfi sitt en mörg tré í þröngri götu eða litlu torgi. Í sumum tilfellum þar sem erfitt er að koma fyrir götutrjám má hugsa sér að nota runna upp við veggi eða á sérsmíðuðum grindum. Fegurðarskyn manna er misjafnt en að jafnaði þykir fólki tré með ávala, þétta krónu falleg og ekki er verra ef aðrir eiginleikar, eins og blóm eða ber, prýða trén. Súlulaga tré geta hentað í þröngum götum og þá er oft kostur að þau varpi ekki miklum skugga. Stórvaxin tré, eins og alaskaösp, falla mönnum misjafnlega að smekk en eiga oft vel við hjá stórum byggingum og hjálpa þannig við að draga þær niður í mannlegan skala. Kostnaður við götutré er mikill, sérstaklega í upphafi, og því mikilvægt að yfirvöld sveitar- félaga fari ekki í slíkar framkvæmdir nema að vel ígrunduðu máli. Markmið með ræktun götutrjáa þarf að vera skýrt og samræmast vilja íbúa og mati fagmanna. Móta þarf skýra stefnu í garð- og trjáræktarmálum hjá sveitar félögum með sérstakri áherslu á götu- tré. Þá vinnu þarf að inna af hendi sem hluta af sérstöku grænu skipulagi, „Græna netinu“ eða „Græna vefnum“. Ekki er síður mikilvægt að koma á faglegri umsjón með ræktun og umhirðu götutrjáa hjá sveitarfélögum og ekki væri óeðlilegt að sérstök staða væri skipuð með þetta verksvið hjá stærri sveitar- félögum. Kröfur til götutrjáa og aðbúnaðar þeirra Fáar trjátegundir henta sem götutré vegna vaxtarlags og krafna þeirra til vaxtarstaðar. Plöntugerð, þ.e. stærð og uppeldismáti plantna til gróðursetningar, skiptir afar miklu máli til að viðunandi árangur náist. Lágmarks stofnhæð að krónu ætti ekki að vera minni en 1,8 m og endanleg stofnhæð ekki minni en 4,5 m til að uppfylla kröfur eðlilegrar umferðar gangandi og akandi vegfarenda. Fáar tegundir sem við ræktum mynda auðveldlega svo mikla stofnhæð, en í sumum tilfellum má rækta upp slík tré með klippingu, fyrst í gróðrarstöð en síðan á endanlegum vaxtar- stað. Krónugerð trjáa skiptir einnig máli, því að mikill munur er á formgerð þeirra og skugga varpi en á Íslandi er kostur að laufkrónur sleppi sem mestri birtu í gegn. Mikil þörf er á að gera markvissari tilraunir hérlendis með ræktun annarra tegunda en alaskaspar sem götutrjáa. Takmarkað rými í götum, kostnaður og miklar kröfur til burðarþols fyrir götur og gangstéttar hefur valdið því að beð fyrir tré eru yfirleitt of lítil. Lengi hefur verið miðað við að stærð rótarbeða sé 1x1x1 metri (1 m3) Það gefur allt of lítið rótarrými fyrir nær allar trjátegundir, auk þess sem moldarjarðvegur sem liggur dýpra en 30-50 cm nýtist trjárótum ekki nema að hluta því fínu ræturnar liggja að langstærstu leyti í efsta laginu (Larcher, 2003). Jafnframt verður jarðvegurinn oft blautur, súrefnislaus og kaldur og virka beðin oft eins og lokuð ker. Í París er lágmarkskrafa um jarðveg fyrir tré 12 m3 og í Stokkhólmi 16 m3. Rótarkerfi trjáa er a.m.k. jafnstórt og trjákrónan og rannsóknir hafa sýnt að á heilbrigðum götutrjám er stærsti hluti rótar- kerfisins utan svæðis sem markast af krónu- breidd trésins. Þegar jarðvegur er þjappaður eða súrefnissnauður hætta rætur trjáa að

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.