Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 44

Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 44
44 Rit Mógilsár 31/2014 Fjárfesting í þekkingu? Skógræktarmenntun á Íslandi Skógrækt er ung og vaxandi atvinnugrein á Íslandi og nú er svo komið að skógar landsins eru farnir að gefa af sér tekjur, nokkuð sem fyrsta skógræktarfólkið sá kannski einungis í hillingum í árdaga skógræktarinnar. Þéttir skógar á fjölmörgum stöðum á landinu eru nú grisjaðir og viðurinn fyrst og fremst seldur í járnblendið eins og er, en hver veit hvaða kaupandi greiðir hæsta verðið þegar fram líða stundir. Fyrstu skógræktarmenn landsins urðu að sækja sér menntun til annarra landa, landa þar sem maðurinn hefur nytjað skóga frá upphafi vega og rík menning, tengd margvíslegum skógarnytjum, fyrirfinnst. Skógræktarfólki var þó ljóst að nauðsynlegt væri að bjóða upp á skógræktartengt nám á Íslandi, með það fyrir augum að fá fleira menntað fólk inn í greinina. Í dag er staðan sú að hægt er að stunda nám í skógrækt eftir margvíslegum leiðum sem allar eru í boði við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), bæði á háskólastigi, í starfsmenntanámi í Garðyrkjuskólanum og eftir námsleiðum Endurmenntunar LbhÍ. Þær námsleiðir sem eru í boði hafa verið þróaðar og kenndar meira og minna í samstarfi við helstu hags- munaaðila skógræktar í landinu. Námsframboð í skógrækt Við LbhÍ á Hvanneyri er hægt að stunda háskólanám í skógræktarfræðum, bæði til BS-gráðu (á hæfniþrepi 5 í íslenska hæfni- þrepastiganum sem alls hefur 7 þrep) og til meistaragráðu (á hæfniþrepi 6). Frá stofnun brautarinnar við LbhÍ hefur alls 21 lokið BS-gráðu og nú eru 18 nemendur í námi á brautinni. Alls hafa sex nemendur lokið MS-gráðu í skógfræði við skólann og nú eru þrír í slíku framhaldsnámi. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum er boðið upp á starfsmenntanám í skógrækt, skógtæknanám, á braut skógar og náttúru. Það er nám sem lýkur á hæfniþrepi 3 eins og iðnnám til iðnréttinda og stúdentspróf. Námið tekur 3 ár, 4 annir í skólanum og 60 vikna verknám við skógræktarstörf. Lítil spurn er eftir þessu námi og einungis 17 nemendur hafa lokið því síðastliðin 10 ár. Námskeiðaraðirnar Grænni skógar I og II hafa verið starfræktar frá árinu 2001. Þær hafa verið í boði í öllum landshlutum og sérsniðnar aðstæðum á hverjum stað, enda lands- hlutarnir mislangt komnir í skógræktinni. Markhópur Grænni skóga hefur fyrst og fremst verið starfandi skógarbændur en fleiri hafa komið þar inn. Aðstandendur Grænni skóga fullyrða að hjá þeim skógarbændum sem farið hafa í gegnum námskeiðaraðirnar sé marktækt betri árangur í skógræktinni, auk þess sem verkefnin hafa verið félagslega mjög mikilvæg fyrir starfandi skógarbændur. Nýjasta viðbótin í námsflóruna er svo verkefnið Kraftmeiri skógar, sem upprunalega er sænskt verkefni en hefur verið staðfært fyrir íslenskar aðstæður og er einkum ætlað að upplýsa skógareigendur um fjölbreytta möguleika skóganna. Nýjasta útspilið í skógræktarmenntun var verkefni, sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við LbhÍ stóð fyrir, um mat á þörf fyrir menntun í skógrækt. Kallaðir voru til allir helstu hagsmunaaðilar skógræktar í landinu og varð niðurstaða þeirra sú að starfsmaður í skógi þyrfti að vera með Guðríður Helgadóttir Forstöðum. starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands gurry@lbhi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.