Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 50

Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 50
50 Rit Mógilsár 31/2014 Afurðir úr skógum aðrar en timbur: Verkefnið NWFPs eða Non Wood Forest Products Inngangur Skógar gefa ýmislegt af sér annað en timbur. Hér verður kynnt í stuttu máli verkefni sem höfundur tekur þátt í ásamt Lilju Magnús- dóttur. Þetta er svokallað COST-verkefni á vegum Evrópusambandsins. COST stendur fyrir Cooperation in Science and Technology og er vettvangur Evrópumanna til samstarfs á sviði vísinda og rannsókna. Verkefnið sem við Lilja tökum þátt í kallast NWFPs, Non-Wood Forest Products, eða með öðrum orðum „afurðir úr skógum aðrar en timbur“. Við erum fulltrúar Íslands í verkefninu, ég fyrir hönd Landssamtaka skógareigenda og Lilja fyrir hönd Matís. Sjálf er ég textíllærður býflugna- og skógar- bóndi og bý á Galtalæk í Biskupstungum. Þar hef ég verið í skógrækt ásamt fjölskyldu minni frá árinu 1988. Ég hef gríðarlegan áhuga á afurðum úr skógum, þ.e.a.s. öðrum en timbri, enda er nokkuð fyrirséð að mörg ár eru þangað til beinn hagnaður af timbursölu skilar sér í hús hjá okkur. Árið 2012 veitti Evrópusambandið 100 milljónir evra í að koma á fót verkefninu NWFPs. Það stendur yfir í fjögur ár frá fyrsta fundi sem haldinn var í Brussel þann 9. apríl 2013. Eins og er taka 34 lönd þátt í verkefninu og vonandi bætast fleiri við. Ekki er ætlunin að fara mjög djúpt í umfjöllun um verkefnið hér heldur reyna að útskýra á einfaldan og fljótlegan hátt út á hvað það gengur. Aðrar afurðir en timbur úr skógum Evrópu Skógar í Evrópu hafa í aldanna rás verið nýttir á mjög fjölbreyttan hátt. Þeir eru afar mikil- vægir þar sem þeir gegna stóru hlutverki í umhverfismálum þjóða, auk þess sem þeir hafa mikil áhrif á félags- og tómstundamál í samfélaginu. Afurðir úr skógunum skipta evrópsk þjóðfélög líka miklu máli. Mikil verðmæti eru dregin út úr skógunum utan hefðbundinnar timburframleiðslu. Samt sem áður tengjast flestallar skógarannsóknir viðarframleiðslunni og mikill skortur er því almennt á rannsóknum sem tengjast „öðrum afurðum“ úr skógum. Það er svo ótalmargt annað en viður sem nýtt er í skógum og skóglendi. Til dæmis eru tekjur af sveppatínslu allverulegar og í skógana er sóttur korkur, harpix, síróp, hnetur af ýmsum gerðum, ber, krydd, hunang og vax, svo fátt eitt sé talið. Einnig er hægt að hafa þar tekjur af veiðum skógardýra og lyfja- og textíliðnaðurinn nýtur sömuleiðis góðs af því sem skógarnir hafa upp á að bjóða. Þetta er ótrúlega langur listi og enginn veit í raun og veru hvað er verið að sækja inn í skógana, í hvaða magni, hvað er nýtt og hvað er vannýtt. Verkefnið NWFPs Ekki er mikið til af gögnum eða rannsóknum um „aðrar skógarnytjar“. Oftar en ekki er unnið eftir aldagömlum hefðum og þekkingin flyst á milli kynslóða, innan fjölskyldna eða milli fólks í samfélögum. Nú er ætlunin að taka aðeins til í þessum málum. Finna þarf út og greina hvað er verið að gera í evrópsku skóglendi, hvað hefur verið rannsakað og skráð, hvað þarf að skoða betur og hvernig er best að auka nýsköpun og sjálfbærni skóganna. Það er út á þetta sem NWFPs gengur. Með verkefn- inu er byggt upp þverfaglegt net vísinda- manna og stjórnenda í skógargeiranum í því Agnes Geirdal skógarbóndi agnesg@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.