Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 56

Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 56
56 Rit Mógilsár 31/2014 lega gætu borist til landsins og valdið síðar usla, vistfræðilegum og efnahagslegum, í skógrækt. Af þessum umsögnum og fjölmörg um öðrum skrifum í dagblöð, netmiðla, yfirlýsingum í fjölmiðlum sömu aðila og annarra mörg undanfarin ár má ráða að núningsfletir milli skógræktar og verndunar líffjölbreytni séu helstir þeir er varði val á trjátegundum í skógrækt. Ásteytingarsteinn- inn er notkun aðfluttra (innfluttra eða fram- andi) trjátegunda við skógrækt í stað þess að reiða sig eingöngu á innlendu tegundirnar birki, reyni, blæösp og gulvíði. Þrætuefnið stafar að hluta til af óljósri hugtakanotkun, því enn vantar skýra, hlutlæga og nothæfa skilgreiningu á „erlendri tegund sem ógnar vistkerfum, búsvæðum og tegundum“ (þ.e. „ágengri, framandi tegund“) og hvernig aðgreina megi slíkar tegundir frá meinlausari aðfluttum tegundum. Ef við gefum okkur að ágeng framandi lífvera meðal trjátegunda sé sú lífvera sem „ógnar vistkerfum, búsvæðum og tegundum“, með hvaða hætti myndi hún hugsanlega vinna slíkt tjón? Væri það með því að yfirskyggja og keppa út lágvaxnari, ljóselskari plöntutegundir á tilteknum ræktunarstað (sjá sitkagrenið á 2. mynd)? Eða yrði slíkt gert með því að innflutta teg- undin færi að auka kyn sitt og nema ný lönd (þ.e., fjölga sér með sjálfsáningu), líkt og í dæmi stafafurunnar á 1. mynd? Framandi trjátegund sem breiddist út utan gróður- setningarstaðar, gæti hún í framtíðinni sýnt innlendum gróðri yfirgangssemi (eða jafnvel útrýmt honum) á stórum svæðum landsins (eða landinu öllu)? Á meðan sameiginlegur skilningur manna á veigamiklu grundvallar- hugtaki í verndarlíffræði er svo óskýr og leyndardómsfullur, liggja allar innfluttar teg- undir undir grun um mögulega ágengni, um fyrirsjáanlega framtíð. Höfuðatriðið í ágrein- ingnum milli líffjölbreytniverndunar og rækt- unar skóga á Íslandi er því sá greinarmunur sem birtist í framangreindum umsögnum og víðar: muninum á „vondri líffjölbreytni“ og „góðri líffjölbreytni“. Hvað eru „framandi tegundir“ og hvað gerir þær vondar? „Svo fella megi gengi innfluttra tegunda, hvetjum við til þess að innlendar og innfluttar tegundir verði aðgreindar í öllum listum yfir plöntur og dýrategundir .... Allar innfluttar teg undir ber að skilgreina sem ógnir ... uns annað sannast“ (Patten & Erickson 20012). Vert er að spyrja hvort hugtakið „framandi tegund“ (eða „framandi lífvera“) yfir tiltekna flokkunarfræðilega einingu sem finna má á tilteknum stað á tilteknum jarðsögulegum tíma, sé hentugt tæki til þess að meta ástand náttúrunnar og ógnir gagnvart líffjölbreytni. Þeim sem stendur stuggur af innfluttum lífverum og finna þeim sitthvað til foráttu verður tíðrætt um dæmi um að innrásir framandi lífvera hafi valdið aukinni líffræði- legri einsleitni. Samt virðast finnast fyrir því fá dæmi, að innfluttar tegundir (og allra síst plantna) hafi úthýst eða valdið staðbundinni útrýmingu innlendra tegunda sem fyrir voru. Lunginn af röksemdum þeim sem haldið er á lofti gegn framandi lífverum er afdráttar- 2 „To devalue exotics, we urge the separation of native and non-native species in all floral and faunal lists... All should be treated as threats.... unless proven otherwise...“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.